Enski boltinn

Mourinho: Við vorum óstöðvandi í 20 mínútur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mourinho og Zlatan fagna eftir leik í kvöld.
Mourinho og Zlatan fagna eftir leik í kvöld. vísir/getty
„No comment,“ var svar Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, er hann var spurður út í dómarann í leik Crystal Palace og Man. Utd í kvöld. United vann leikinn, 1-2.

United taldi sig eiga að fá víti í kvöld og svo var mark dæmt af Juan Mata. Bæði umdeildir dómar. Á móti kom að United skoraði kolólöglet mark í fyrri hálfleik.

„Þetta var annars mjög erfiður leikur en við áttum sigurinn skilinn. Palace gerði lítið í síðari hálfleik annað en að skora mark. Í kjölfarið kom okkar besti kafli í leiknum,“ sagði Portúgalinn.

„Við vorum óstöðvandi í 20 mínútur. Markvörðurinn þeirra varði frábærlega frá Rooney. Svo mark markið frá Mata sem var dæmt af, vítið sem ekki var dæmt og loks markið. Strákarnir brugðust frábærlega við þeirra stöðu sem upp var komin. Ég er mjög kátur fyrir hönd drengjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×