Micheal Keane í viðtali við Messuna: „Þar fannst mér að ferillinn væri á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 14:00 Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15
Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30
Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00