Enski boltinn

Þrenna Rondon sá um Gylfa og félaga | Sjáðu mörkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea máttu sætta sig við 3-1 tap gegn WBA í enska boltanum í kvöld.

Salomon Rondon sá um Swansea með því að skora þrjú mörk á þrettán mínútna kafla. Ekki amalegt það.

Öll mörkin hans voru með skalla en hann er aðeins annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þrennu með skalla. Sá fyrsti var Duncan Ferguson, fyrrum leikmaður Everton, en hann gerði það árið 1997.

Wayne Routledge klóraði í bakkann fyrir Swansea en það var of lítið og of seint.

Gylfi Þór var að venju í liði Swansea og spilaði allan leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×