Enski boltinn

Lallana afgreiddi Boro | Sjáðu mörkin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam Lallana var í miklu stuði í kvöld er Liverpool heimsótti Middlesbrough.

Lallana skoraði tvö mörk í öruggum 0-3 sigri Liverpool. Divock Origi komst einnig á blað í leiknum.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, setti Mignolet aftur í markið og henti Karius á bekkinn. Mignolet átti mjög fínan leik.

Liverpool er í öðru sæti í deildinni eftir sigurinn með 34 stig. Jafn mörg stig og Arsenal og sex stigum á eftir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×