Enski boltinn

Klopp: Við hefðum getað skorað meira

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp hrósar Mignolet eftir leik í kvöld.
Klopp hrósar Mignolet eftir leik í kvöld. vísir/getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með sitt lið í kvöld enda lék það vel gegn Middlesbrough og vann 3-0 sigur.

„Þetta var ekki slæmt. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en við vorum enn betri í þeim síðari. Við vorum of staðir á köflum í fyrri hálfleik og ég var meira að segja ringlaður. Þetta lagaðist allt í fyrri hálfleik og við hefðum getað skorað meira,“ sagði Klopp kátur en hann var sérstaklega ánægður með Adam Lallana.

„Hann er alltaf að bæta sig. Jafnvel þegar hann skorar ekki. Það er samt gott að honum takist að skora. Við áttum spjall fyrir ári síðan þar sem ég sagðist vera ánægður með hann en hann var ósáttur við hvað hann skoraði lítið. Þá tjáði ég honum að hann væri ekki rétt staðsettur. Hann var rétt staðsettur í tvígang í kvöld og það var frábært.“

Klopp gerði markvarðarskipti fyrir leikinn. Henti Karius á bekkinn og tók Mignolet inn.

„Lífið er ekki alltaf auðvelt en þetta eru strákarnir mínir og það er mikilvægt að ögra þeim og passa upp á þá líka. Stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir,“ sagði Klopp.

„Það verður að vera samkeppni og þetta snýst allt um hag Liverpool. Þetta eru strákar með sterkan karakter. Karius er enn frábær markvörður.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×