Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Leicester City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nigel Pearson stýrði Leicester City upp um deild á síðasta tímabili.
Nigel Pearson stýrði Leicester City upp um deild á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Leicester City er mætt á ný í deild þeirra bestu eftir tíu ára fjarveru.

Nigel Pearson, þjálfari liðsins, hefur aðallega fengið til sín samningslausa leikmenn í sumar, þ.á.m. Marc Albrighton og Matthew Upson, en þeir búa báðir yfir mikilli reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Liðið reiddi einnig fram sjö milljónir punda fyrir þjónustu Argentínumannsins Leanardos Ulloa sem skoraði 14 deildarmörk fyrir Brighton á síðustu leiktíð. Þetta er hæsta upphæð sem Leicester hefur greitt fyrir leikmann síðan Ade Akinbiyi var keyptur til liðsins fyrir 14 árum.

Eigandi liðsins, Tælendingurinn Vichai Srivaddhanaprabha, er með háleit markmið og stefnir að því að koma Leicester í Evrópukeppni innan þriggja ára. Hann hefur lofað 180 milljónum punda til að það takist, en vegna nýju fjármálareglanna, FFP (Financial Fair Play), fær Leicester ekki að eyða nema litlum hluta af þeirri upphæð á þessari leiktíð.

Komnir:

Jack Barmby frá Manchester United

Matthew Upson frá Brighton and Hove Albion

Ben Hamer frá Charlton Athletic

Marc Albrighton frá Aston Villa

Leonardo Ulloa frá Brighton

Farnir:

George Taft til Burton Albion

Lloyd Byer til Watford

Neil Danns til Bolton

Martyn Waghorn til Wigan

Zak Whitbread til Derby County

Marko Futacs samningslaus

Kevin Philips hættur

Paul Gallagher til Preston (á láni)


Tengdar fréttir

Leicester upp í úrvalsdeildina

Leicester tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa ekki spilað í B-deildinni í dag.

Phillips leggur skóna á hilluna

Markamaskínan Kevin Phillips hjálpaði Leicester City að komast upp í ensku úrvalsdeildina í vetur en hann mun ekki spila með þeim þar.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×