Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Hull City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jake Livermore var keyptur frá Tottenham.
Jake Livermore var keyptur frá Tottenham. Vísir/Getty
Hull City náði góðum árangri á síðasta tímabili. Nýliðarnir enduðu í 16. sæti, en lokastaðan gefur ekki alveg rétta mynd af tímabilinu því Hull var lengst af um miðja deild. Þá komust lærisveinar Steve Bruce í úrslitaleik bikarkeppninnar þar sem þeir biðu lægri hlut fyrir Arsenal eftir framlengdan leik.

Bruce hefur ekki verið stórtækur á leikmannamarkaðinum til þessa. Jake Livermore var keyptur frá Tottenham á átta milljónir punda, en hann lék sem lánsmaður hjá Hull á síðustu leiktíð.

Bruce náði einnig í Tom Ince frá Blackpool og þá tryggði Hull sér þjónustu Roberts Snodgrass næstu þrjú árin. Það er mikill fengur í kantmanninum, en hann var besti leikmaður Norwich á síðustu leiktíð.

Bruce þarf væntanlega að styrkja liðið enn frekar, sérstaklega í ljósi þess að Hull leikur í Evrópudeildinni á komandi tímabili.

Harry Maguire, miðvörður Sheffield United, og skoski vinstri bakvörðurinn Andy Robertson hafa verið sterklega orðaðir við Hull í sumar og þá hefur Bruce hug á að fá Michael Dawson frá Tottenham.

Komnir:

Jake Livermore frá Tottenham Hotspur

Tom Ince frá Blackpool

Robert Snodgrass frá Norwich

Farnir:

Matty Fryatt til Nottingham Forest

Joe Dudgeon samningslaus

Abdoulaye Faye samningslaus

Robert Koren samningslaus

Eldin Jakupovic samningslaus

Conor Henderson samningslaus


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Níu ára bið Arsenal á enda | Myndband

Arsenal fagnaði sínum fyrsta stóra titli í níu ár eftir 3-2 sigur á Hull City í framlengdum bikarúrslitaleik á Wembley. Þetta var 11. bikarmeistaratitill Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×