Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jose Mourinho segist ekki ætla að kaupa fleiri leikmenn.
Jose Mourinho segist ekki ætla að kaupa fleiri leikmenn. Vísir/Getty
Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Tveir af reynslumestu leikmönnum liðsins, Frank Lampard og Ashley Cole, eru horfnir á braut og sömu sögu er að segja af framherjunum Samuel Eto'o og Demba Ba. Þá var brasilíski varnarmaðurinn David Luiz seldur til Frakklandsmeistara PSG fyrir háa fjárhæð.

Í stað þeirra hefur Mourinho fengið framherjann Diego Costa og vinstri bakvörðinn Felipe Luis frá Spánarmeisturum Atletico Madrid á samtals 48 milljónir punda. Auk þess var markvörðurinn Thibaut Courtois var kallaður til baka frá Atletico Madrid þar sem hann hefur leikið sem lánsmaður undanfarin árum.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, reiddi einnig fram 30 milljónir punda fyrir Cesc Fabregas, miðjumann Barcelona. Hann þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa leikið þar með Arsenal um árabil.

Mario Pasalic, nítján ára Króati, var einnig keyptur frá Hadjuk Split, en hann mun leika með Elche á Spáni á næsta tímabili. Gengið var frá lánssamningi þess efnis í gær.

Þá hefur Didier Drogba verið orðaður við endurkomu á Stamford Bridge þar sem hann lék í átta ár við góðan orðstír.

Komnir:

Diego Costa frá Atletico Madrid

Felipe Luis frá Atletico Madrid

Cesc Fabregas frá Barcelona

Mario Pasalic frá Hadjuk Split

Farnir:

David Luiz til PSG

Demba Ba til Besiktas

Ashley Cole til Roma

Samuel Eto'o samningslaus

Frank Lampard samningslaus

Sam Hutchinson samningslaus

Henrique Hilaro samningslaus


Tengdar fréttir

Besiktas og Chelsea í viðræðum um Demba Ba

Forseti Besiktas staðfesti í dag að félagið væri í viðræðum við Chelsea um kaup á Demba Ba. Talið er að Besiktas sé tilbúið að greiða átta milljónir punda fyrir Ba.

Fabregas: Ég vildi fara

Cesc Fabregas segist hafa sjálfur tekið þá ákvörðun að yfirgefa herbúðir Barcelona.

Drogba í samningaviðræðum við Chelsea

Didier Drogba virðist vera að snúa aftur á Brúnna þar sem hann lék í átta ár en samkvæmt heimildum L'Equipe samþykkti Drogba eins árs samning í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×