Enski boltinn

Tíu ára bið Leicester City á enda?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daniel Drinkwater og Scott Arfield í baráttunni í leik Leicester og Burnley í gær
Daniel Drinkwater og Scott Arfield í baráttunni í leik Leicester og Burnley í gær Vísir/Getty
Leicester City bar í gær sigurorð af Burnley, 2-0, í uppgjöri toppliðanna í Championship deildinni og er á góðri leið með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný eftir tíu ára fjarveru.

David Nugent og Chris Wood skoruðu mörk Leicester í leiknum á Turf Moor, en þetta var fyrsta tap Burnley á heimavelli í rúmt ár.

Leicester er nú sex stigum á undan Burnley í efsta sæti deildarinnar og á að auki leik til góða. Refirnir þurfa nú aðeins þrjá sigra í síðustu sex leikjum sínum til að tryggja sér þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni að ári.

Tvö efstu liðin í Championship deildinni fara beint upp í úrvalsdeildina, en liðin í 3.-6. sæti leika í umspili um þriðja og síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni.

Burnley er níu stigum á undan QPR í öðru sæti deildarinnar, en Derby, Wigan og Reading raða sér svo í næstu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×