Fleiri fréttir

Skuggaráðherra Íhaldsflokksins segir af sér

David Davis, skuggaráðherra breska Íhaldsflokksins í innanríkismálum, sagði af sér sem þingmaður í dag. Davis fór fyrir íhaldsmönnum í þinginu í andstöðu flokksins við nýsamþykkt lög þar sem leyfilegt verður að halda eintaklingum grunuðum um hryðjuverk í allt að 42 daga án þess þeir séu kærðir.

Örlög Lissabon-sáttmálans í höndum Íra

Örlög Lissabon-sáttmálans eru í höndum Íra sem greiða atkvæði um hann í dag. Þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta ígildi stjórnarsáttmála Evrópusambandsins fara ekki fram í öðrum sambandsríkjum.

Giftið ykkur eða þið verðið reknir

Hið ríkisrekna olíufélag í Íran hefur sent öllum einhleypum starfsmönnum sínum einföld skilaboð. Giftið ykkur eða þið verðið reknir.

Falla frá jöfnum launum fyrir alla á Kúbu

Yfirvöl á Kúbu hafa ákveðið að hætta við stefnu sínum um jöfn laun fyrir alla. Hér eftir geta stjórnendur fyrirtækja sem og starfsfólk þeirra unnið sér inn árangurstengda bónusa í vinnu sinni.

Stofnandi Google ætlar út í geim

Sergey Brin, annars stofnandi Google, ætlar út í geim og hefur borgað fimm milljónir dollara inn á ferð sem fyrirtækið Space Adventures skipuleggur.

Enn týna Bretar viðkvæmum upplýsingum

Einn af háttsettustu starfsmönnum bresku leyniþjónustunnar gleymdi skjali sem inniheldur viðkvæmar upplýsingar um Írak og Al kaída um borð í lest. Farþegi í lestinni fann skjalið og kom því í hendurnar á BBC sem sagði svo frá málinu í dag. Það þykir afar viðkvæmt fyrir stjórnvöld enda ítarlegar upplýsingar um starfshætti Al kaída að finna í skjalinu.

Vann nauman sigur í umdeildu máli

Gordon Brown vann nauman sigur á breska þinginu í dag þegar samþykkt var með 315 atkvæðum gegn 306 að samþykkja umdeilt hryðjuverkafrumvarp. hans sem heimilar lögreglu að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í 42 daga án þess að birta þeim ákærur.

Kardináli í Vatikaninu segir heiminn vera með Íslam á heilanum

Jean-Louis Tauran kardináli sem sér um samskipti og tengsl við önnur trúarbrögð hjá Vatíkaninu segir heiminn vera heltekinn af Íslam. Hann ásamt deild sinni er að útbúa viðmiðanir til þess að skapa málefnalega umræða milli Kaþólsku kirkjunnar og annarra trúarbragða.

Hænsnum slátrað í Hong Kong vegna hættu á fuglaflensu

Öllum lifandi hænsnum á mörkuðum og í búðum í Hong Kong verður slátrað þar sem fundist hefur H5N1-fuglaflensuveira í hænsnum á mörkuðum þar í borg. Slátra þurfti 2700 hænsnum um helgina eftir að eftirlitsmenn á svæðinu fundu veiruna í fimm hænsnum.

Parið sem gripið var í samförum í skriftarstólnum iðrast

Ítalskt par sem gripið var þegar það var að stunda kynlíf í skriftarstól í dómkirkju í Cesena á Ítalíu iðrast nú gjörða sinna. Þau voru staðin að verki þegar morgunmessa stóð yfir. Þau hafa nú sæst við biskup staðarins.

Kerstin Fritzl ætti að ná sér að fullu

Hin 19 ára Kerstin Fritzl ætti að ná fullri heilsu samkvæmt lækni hennar. Hún er ein af börnunum sem Josef Fritzl átti með dóttur sinni Elisabeth sem hann hélt fanginni í kjallara sínum í 24 ár. Kerstin hefur verið meðvitundarlaus frá því að veikindi hennar ljóstruðu upp um fangana í kjallaranum í apríl en hún vaknaði úr dái fyrir nokkrum dögum.

Fyrrum konungi Nepal gert að yfirgefa höll sína

Fyrrum konungur Nepal, Gyanendra, hefur nú sofið sína seinustu nótt í höllinni í Kathmandu sem hefur verið heimili konungsfjölskyldunnar í meira en 100 ár. Gyanendra missti konungstign sína í seinasta mánuði þegar konugsveldið var numið úr gildi og lýðveldi undir stjórn Maóista.

Pakistanskir hermenn drepnir á landamærunum

Að minnsta kosti 18 manns voru drepnir í átökum á landamærum Pakistan og Afghanistan. Tíu af þeim voru pakistanskir hermenn sem hafa að öllum líkindum verið drepnir í loftárás bandaríska hersins. Hinir átta virðast hafa verið Talibanar.

Buðust til að segja af sér vegna nautakjötshneykslis

Allir ráðherrarnir í ríkisstjórn Suður-Kóreu buðust til að segja af sér í gær. Þetta gerðu þeir til að draga úr reiði almennings yfir ákvörðun stjórnarinnar síðan í apríl um að halda áfram innflutningi á amerísku nautakjöti.

Stærstu netveitur Bandaríkjanna loka á barnaklám

Andrew Cuomo, saksóknari New York-ríkis, hefur gert skriflegt samkomulag við þrjár stærstu netveitur Bandaríkjanna sem felur í sér að veiturnar loki algjörlega fyrir aðgang viðskiptavina sinna að vefsíðum sem innihalda klámfengið efni er tengist börnum.

Biður kanadíska indíána afsökunar

Kanadíski forsætisráðherrann Stephen Harper mun í dag biðja indíána í Kanada opinberlega afsökunar. Sú afsökunarbeiðni er til komin vegna framkomu stjórnvalda gagnvart þeim.

Opinberar tölur frá Súdan - 120 létust

Yfirvöld í Súdan sögðu í kvöld að 120 manns hefðu látist í flugslysinu sem varð í Khartoum seinnipartinn í dag þegar breiðþota rann út af flugbrautinni og varð alelda.

Flugslys í Súdan - 100 látnir

Súdönsk farþegaflugvél, með um 200 farþega innanborðs, varð alelda skömmu eftir að hún lenti á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, síðdegis í dag. CNN greinir frá því að um 100 manns séu látnir. Björgunarmenn vinna að því að slökkva eldinn en talið er að hann hafi kviknað efir að farþegavélinn rann út af flugbrautinni í lendingunni.

Kenískur ráðherra lést í flugslysi

Vegmálaráðherra Kenía og aðstoðarráðherra létust þegar flugvél hrapaði til jarðar og hafnaði á húsi í hinu afskekkta Kojonga-héraði ekki langt frá Masai Mara verndarsvæðinu í Kenía.

1800 milljarðar gufa upp í Írak

Um 23 milljarðar dollara, jafnvirði um 1800 milljarða íslenskra króna, hafa gufað upp í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Þetta fullyrða fréttamenn þáttarins Panorama á BBC sem rannsakað hafa hvert fjármunir sem verja átti í uppbyggingarstarf fóru.

Írönum hótað frekari refsiaðgerðum

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa enn á ný hótað írönum hertum aðgerðum láti þeir ekki af auðgun úrans þegar í stað. Til stendur að herða refsiaðgerðirnar gegn landinu og var það upplýst á fundi sem George Bush hélt í Slóveníu en forsetinn bandaríski er nú í sinni síðustu heimsókn til Evrópu.

Bush telur hægt að gera loftlagssamning fyrir lok kjörtímabils

George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að enn væri hægt að ná einhvers konar samningi á heimsvísu til þess að berjast gegn loftlagsbreytingum fyrir lok kjörtímabil hans sem endar byrjun 2009. Þetta sagði hann á fréttafundi í Slóveníu í dag þar sem hann heldur fund með æðstu mönnum Evrópusambandsins í Slóveníu.

Kerstin Fritzl til meðvitundar

Kerstin Fritzl, sem haldið var nauðugri í kjallara á heimili föður síns í 18 ár, er komin til meðvitundar. Frá þessu greindu spítalayfirvöld í Austurríki í dag en sögðu jafnframt að hún væri enn nokkuð veik.

Menn Mugabes myrða andstæðinga hans

Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve síðar í þessum mánuði getur aldrei farið fram með lýðræðislegum hætti að mati mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Í nýrri skýrslu samtakanna eru fjörutíu morð á stjórnarandstæðingum rakin til liðsmanna Mugabe, forseta landsins.

Vatni veitt úr jarðskjálftalóni í Kína

Kínverskum hermönnum hefur tekist að beina vatni, sem safnaðist upp í lón á skjálftasvæðunum þar í landi, niður í yfirgefinn bæ og þannig minnkað hættuna á að vatnið ógni lífi milljóna manna.

Sjá næstu 50 fréttir