Erlent

Vilja ekki að samkynhneigðir noti nafn eyjarinnar Lesbos

Frá Grikklandi.
Frá Grikklandi.

Þrír íbúar grísku eyjarinnar Lesbos hafa höfðað mál gegn samtökum samkynhneigðra í Grikklandi. Krefst þrenningin þess að samtökunum verði bannað að nota nafn sem vísar til heitis eyjarinnar.

Samtökin heita Samfélag homma og lesbía í Grikklandi og telja málshöfðendur það til lítils sóma að heiti slíkra samtaka vísi til grískra örnefna. Það valdi ruglingi að nota nafn eyjarinnar í titli samtaka sem séu að berjast fyrir vissum félagslegum réttindum.

Talsmenn samtakanna telja málshöfðunina ofsóknir og spyrja hvort eyjarskeggjar ætli þá að stefna Sameinuðu þjóðunum næst þær noti líka hugtakið lesbíur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×