Erlent

Kenískur ráðherra lést í flugslysi

Mwai Kibaki og Raila Odinga mynduðu þjóðstjórn fyrr á árinu.
Mwai Kibaki og Raila Odinga mynduðu þjóðstjórn fyrr á árinu.

Vegmálaráðherra Kenía og aðstoðarráðherra létust þegar flugvél hrapaði til jarðar og hafnaði á húsi í hinu afskekkta Kojonga-héraði ekki langt frá Masai Mara verndarsvæðinu í Kenía.

Tveir aðrir voru í flugvélinni, flugmaður og lífvörður, og létust þeir einnig. Ekki liggur fyrir hvers vegna flugvélin hrapaði. Báðir stjórnmálamennirnir voru félagar í Appelsínugulu lýðræðishreyfingunni, OMD, sem stóð fyrir mótmælum þegar Mwai Kibaki var endurkjörinn forseti landsins í desember. Í kjölfarið brutust út mannskæð átök sem lyktaði með því að flokkur Kibakis og OMD sömdu um myndun þjóðstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×