Erlent

Enn týna Bretar viðkvæmum upplýsingum

Þetta er skjalið sem gleymdist í veskinu
Þetta er skjalið sem gleymdist í veskinu

Einn af háttsettustu starfsmönnum bresku leyniþjónustunnar gleymdi skjali sem inniheldur viðkvæmar upplýsingar um Írak og Al kaída um borð í lest. Farþegi í lestinni fann skjalið og kom því í hendurnar á BBC sem sagði svo frá málinu í dag. Það þykir afar viðkvæmt fyrir stjórnvöld enda ítarlegar upplýsingar um starfshætti Al kaída að finna í skjalinu.

Breska leyniþjónustan viðurkenndi í dag að skjalið hafi týnst og að í því hafi verið ýmsar viðkvæmar upplýsingar. Hún sagði hins vegar að málið hefði ekki skaða öryggi landsins.

Málið skaðar hins vegar örugglega Gordon Brown forsætisráðherra.

Á síðasta ári týndi opinber starfsmaður persónuupplýsingum um 25 milljón Breta. Í þessum persónuupplýsingum var meðal annars að finna nöfn, heimilisföng og upplýsingar um fjárhag viðkomandi einstaklinga.

Í janúar týndist svo fartölva sem innihélt persónuupplýsingar 600 þúsund nýskráðra hermanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×