Erlent

Stofnandi Google ætlar út í geim

Larry Page og Sergey Brin stofnuðu Google. Brin er hægra megin á myndinni.
Larry Page og Sergey Brin stofnuðu Google. Brin er hægra megin á myndinni.

Sergey Brin, annars stofnandi Google, ætlar út í geim og hefur borgað fimm milljónir dollara inn á ferð sem nýtt fyrirtæki, Space Adventures, skipuleggur.

Fullt verð fyrir geimferðina sem farin verður í alþjóðlegu geimstöðina mun verða um 35 milljónir dollara. Brin verður fyrsti farþeginn í nýrri geimskutlu sem Space Adventures ætlar sér að smíða undir nýja gerð af geimtúrisma. Fyrirtækið gæti orðið það fyrsta einkarekna til þess að fara með mann í geimstöðina. 

Hingað til hafa almennir borgara sem hafa farið út í heim borgað fyrir sæti í rússnesku geimferðaráætluninni. Þá hafa þeir farið með rússneskri Soyuz geimskutlu en Space Adventures ætlar sér að byggja skutlu sem verður lík hinni rússnesku.

Áætlanir Space Adventures ganga út á það að fara eina ferð í alþjóðlegu geimstöðina á ári, með tvo farþega í hvert skipti.

Gert er ráð fyrir að Brin fari í sína ferð árið 2011.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×