Erlent

Flugslys í Súdan - 100 látnir

Þessari mynd náði fréttastöðin Al Jazeera af eldsvoðanum.
Þessari mynd náði fréttastöðin Al Jazeera af eldsvoðanum.

Súdönsk farþegaflugvél, með um 200 farþega innanborðs, varð alelda skömmu eftir að hún lenti á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, síðdegis í dag.

CNN greinir frá því að um 100 manns séu látnir. Björgunarmenn vinna að því að slökkva eldinn en talið er að hann hafi kviknað efir að farþegavélinn rann út af flugbrautinni í lendingunni.

Ekki er enn ljóst hvers konar flugvél, eða frá hvaða flugfélagi, vélin er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×