Menn Mugabes myrða andstæðinga hans 10. júní 2008 12:21 Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve síðar í þessum mánuði getur aldrei farið fram með lýðræðislegum hætti að mati mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Í nýrri skýrslu samtakanna eru fjörutíu morð á stjórnarandstæðingum rakin til liðsmanna Mugabe, forseta landsins. Skýrsla mannréttindasamtakanna Human Rights Watch ber titilinn „Byssukúla fyrir hvert ykkar - ofbeldi með stuðningi yfirvalda frá kosningunum 29. mars". Skýrsluhöfundar fjalla um þrjátíu og sex dauðsföll og rúmlega tvö þúsund tilvik misþyrminga sem hægt sé að rekja til herskárra liðsmanna í flokki Roberts Mugabe forseta, og einnig til lögreglu- og hermanna sem hann stjórnar. Óttast skýrsluhöfundar að fleiri hafi verið myrtir eða pyndaðir. Þeir segja að pyndingarbúðir séu reknar í landinu þangað sem andstæðingar forsetans eru færðir. Þeir segjast vita um tilvik þar sem hótað er að myrða fólk ef það kjósi ekki rétt. Þess fyrir utan séu matvæli notuð sem vopn í valdabaráttunni en það hafi gerst um leið og hjálparsamtökum hafi verið bannað að starfa í landinu. Miðað við ástand efnahagsmála í landinu treysti milljónir Simbabvebúa á matargjafir þessara samtaka. Þeir séu nú undir hæl sitjandi forseta. Skýrsluhöfundar gagnrýna Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, harðlega en hann tók að sér að miðla málum þegar upp úr sauð eftir kosningarnar í lok mars. Hann hafi ekki tekið á málinu af festu og sé ekki hlutlaus. Kosningabaráttan í Simbabve fyrir seinni umferð forsetakosninganna tuttugasta og sjöunda júní næstkomandi er hafin. Valið stendur milli Mugabe og Morgans Tsvangirai, leiðtoga MDC, stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Lögregla hefur ítrekað handtekið Tsvangirai á kosningaferðalagi hans. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Seinni umferð forsetakosninganna í Simbabve síðar í þessum mánuði getur aldrei farið fram með lýðræðislegum hætti að mati mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Í nýrri skýrslu samtakanna eru fjörutíu morð á stjórnarandstæðingum rakin til liðsmanna Mugabe, forseta landsins. Skýrsla mannréttindasamtakanna Human Rights Watch ber titilinn „Byssukúla fyrir hvert ykkar - ofbeldi með stuðningi yfirvalda frá kosningunum 29. mars". Skýrsluhöfundar fjalla um þrjátíu og sex dauðsföll og rúmlega tvö þúsund tilvik misþyrminga sem hægt sé að rekja til herskárra liðsmanna í flokki Roberts Mugabe forseta, og einnig til lögreglu- og hermanna sem hann stjórnar. Óttast skýrsluhöfundar að fleiri hafi verið myrtir eða pyndaðir. Þeir segja að pyndingarbúðir séu reknar í landinu þangað sem andstæðingar forsetans eru færðir. Þeir segjast vita um tilvik þar sem hótað er að myrða fólk ef það kjósi ekki rétt. Þess fyrir utan séu matvæli notuð sem vopn í valdabaráttunni en það hafi gerst um leið og hjálparsamtökum hafi verið bannað að starfa í landinu. Miðað við ástand efnahagsmála í landinu treysti milljónir Simbabvebúa á matargjafir þessara samtaka. Þeir séu nú undir hæl sitjandi forseta. Skýrsluhöfundar gagnrýna Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, harðlega en hann tók að sér að miðla málum þegar upp úr sauð eftir kosningarnar í lok mars. Hann hafi ekki tekið á málinu af festu og sé ekki hlutlaus. Kosningabaráttan í Simbabve fyrir seinni umferð forsetakosninganna tuttugasta og sjöunda júní næstkomandi er hafin. Valið stendur milli Mugabe og Morgans Tsvangirai, leiðtoga MDC, stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Lögregla hefur ítrekað handtekið Tsvangirai á kosningaferðalagi hans.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira