Erlent

Hænsnum slátrað í Hong Kong vegna hættu á fuglaflensu

Hænsnanna í Hong Kong bíða harmræn örlög.
Hænsnanna í Hong Kong bíða harmræn örlög.

Öllum lifandi hænsnum á mörkuðum og í búðum í Hong Kong verður slátrað þar sem fundist hefur H5N1-fuglaflensuveira í hænsnum í mörkuðum þar í borg. Slátra þurfti 2700 hænsnum um helgina eftir að eftirlitsmenn á svæðinu fundu veiruna í fimm hænsnum. Allur innflutningur á lifandi hænsnum hefur einnig verið bannaður frá Kína.

Það var í Hong Kong sem fyrst varð vart við fuglaflensu í mönnum árið 1997 þegar sex manns dóu af völdum veirunnar. HN51-veiran hefur nú valdið dauða yfir 200 manns frá árinu 2003. Vísindamenn óttast að veiran muni að lokum stökkbreytast og berast manna á milli sem gæti valdið heimsfaraldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×