Erlent

Buðust til að segja af sér vegna nautakjötshneykslis

Han Seung-soo forsætisráðherra bauðst til að segja af sér og það gerðu aðrir í ríkisstjórninni líka.
Han Seung-soo forsætisráðherra bauðst til að segja af sér og það gerðu aðrir í ríkisstjórninni líka. MYND/AP

Allir ráðherrarnir í ríkisstjórn Suður-Kóreu buðust til að segja af sér í gær. Þetta gerðu þeir til að draga úr reiði almennings yfir ákvörðun stjórnarinnar síðan í apríl um að halda áfram innflutningi á amerísku nautakjöti.

Bannað hafði verið að flytja kjötið inn af ótta við riðuveikisýkingu. Margra vikna mótmæli fylgdu í kjölfar þeirrar ákvörðunar þar sem almenningur krafðist þess að stjórnin endurskoðaði samninga sína við Bandaríkin til þess að vernda íbúa Suður-Kóreu. Lee Myung-Bak forseti hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hann fallist á afsagnirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×