Erlent

Obama leitar sér að varaforsetaefni

Aðstoðarmenn Barack Obama hafa sett saman lista með nöfnum tuttugu einstaklinga sem koma til greina sem varaforsetaefni Obama.

Listinn var svo sýndur Obama í dag en hann ætlar að eyða næstu vikum í að íhuga hvern sé best að hafa við hlið sér í hinni lönu og ströngu kosningabaráttu sem fyrir hendi er.

Á listanum eru fyrrverandi þingmenn, fyrrverandi hershöfðingjar og háttsettir einstaklingar úr bandaríska stjórnkerfinu.

Á meðal þeirra sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem líkleg varaforsetaefni eru Joe Biden, Chris Dodd, Bill Richardson og John Edwards. Þá hefur Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingi einnig verið nefndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×