Kvöldfréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Fimm af hverjum sex látnum frá upphafi stríðsins á Gasa voru almennir borgarar. Þetta kemur fram í gögnum frá ísraelska hernum sem lekið var til fjölmiðla. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fer yfir málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 21.8.2025 18:11 Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi haustsins en hefur verið hjá fyrri ríkisstjórnum. Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina vegna hækkandi verðbólguvæntinga. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Innlent 20.8.2025 18:12 Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 19.8.2025 18:00 Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Faðir á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn í sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Innlent 18.8.2025 18:31 Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum. Innlent 17.8.2025 17:56 Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa lofað að stöðva framgöngu rússneska hersins í úkraínsku héruðunum Kherson og Saporisía, gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbas. Frá þessu greinir bandaríska fréttaveitan Financial Timess. Innlent 16.8.2025 18:12 Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskóla sem hann vinnur á. Barnið upplýsti sjálft um brotið. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við lögreglu og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um mál af þessum toga. Innlent 15.8.2025 18:10 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Innlent 14.8.2025 18:00 Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem brýnir fyrir fólki að tilkynna um aukaverkanir. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Innlent 13.8.2025 18:01 Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla sem stjórnvöld Vestanhafs lögðu á íslenskan innflutning, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 12.8.2025 18:02 Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Bandaríkjaforseti kynnti þessa óvenjulegu ráðstöfun á blaðamannafundi í dag. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum mætir í myndver og fer yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 11.8.2025 18:01 Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu með svokallað Pots-heilkenni, en hún horfir nú fram á að Sjúkratryggingar muni hætta greiðsluþátttöku vegna meðferðar sem hún hefur sótt síðustu ár. Hún segir meðferðina hafa gert henni kleift að framkvæmda daglegar athafnir, eins og að standa upprétt og þvo á sér hárið án aðstoðar, en hún verði svipt þeirri getu ef fram heldur sem horfir. Innlent 10.8.2025 18:00 Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Utanríkisráðherra segir slæmt ef Úkraínumenn þurfa að gefa eftir landsvæði til þess að knýja á um vopnahlé við Rússa. Innlent 9.8.2025 18:01 Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Innlent 8.8.2025 18:14 Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. Innlent 7.8.2025 18:06 Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana. Innlent 6.8.2025 18:10 Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Ráðherra ferðamála segir til alvarlegrar skoðunar að hafa mannaðar vaktir við Reynisfjöru þegar aðstæður eru hættulegar í fjörunni. Ákveðið hefur verið að gera frekari varúðarráðstafanir á svæðinu í kjölfar banaslyssins um helgina en í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við landeiganda og ráðherra vegna málsins. Innlent 5.8.2025 18:16 Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis landsins. Hann telur greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins mikið áhyggjuefni. Hann kallar eftir umræðu og viðbrögðum ráðamanna. Innlent 4.8.2025 18:10 Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni á undan. Þetta segir landeigandi en skoða á eftir helgi hvernig grípa megi til frekari öryggisráðstafana. Rætt verður við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu í fréttatímanum um slysið. Innlent 3.8.2025 18:11 Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Barnung stúlka var flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hún hafnaði í sjónum við Reynisfjöru. Umfangsmikil leit stóð að henni í tæpar tvær klukkustundir. Innlent 2.8.2025 18:10 Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Íbúar við Þjórsá lýsa þungum áhyggjum af fyrirætlunum Landsvirkjunar um að sækja aftur um virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Við fjöllum um deiluna í kvöldfréttum og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, mætir í myndver og svarar gagnrýni. Innlent 1.8.2025 18:10 Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 31.7.2025 18:13 Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau endurtekið ofbeldi. Hálfbróðir konunnar krefst þess að hún verði svipt erfðarétti sínum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 30.7.2025 18:00 Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis. Innlent 29.7.2025 18:00 Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. Innlent 28.7.2025 18:03 Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að vinkla fjölmiðlafólk í slík myndbönd. Innlent 27.7.2025 18:03 „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Viðskipti innlent 27.7.2025 08:59 „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða gjösamlega þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópu á dögunum. Innlent 26.7.2025 18:27 Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Í kvöldfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Gasa, þar sem eitt af hverjum fjórum börnum er sagt vannært. Ísraelska þingið ályktaði í dag að innlima eigi Vesturbakkann og virðist útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Innlent 25.7.2025 18:09 Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið jafn lítið en fylgi Samfylkingarinnar eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stuðningur bæði við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk minnkaði eftir þinglok. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði rýnir í könnunina í fréttatímanum. Innlent 24.7.2025 18:11 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 72 ›
Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Fimm af hverjum sex látnum frá upphafi stríðsins á Gasa voru almennir borgarar. Þetta kemur fram í gögnum frá ísraelska hernum sem lekið var til fjölmiðla. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fer yfir málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 21.8.2025 18:11
Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi haustsins en hefur verið hjá fyrri ríkisstjórnum. Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina vegna hækkandi verðbólguvæntinga. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Innlent 20.8.2025 18:12
Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 19.8.2025 18:00
Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Faðir á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn í sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Innlent 18.8.2025 18:31
Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum. Innlent 17.8.2025 17:56
Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa lofað að stöðva framgöngu rússneska hersins í úkraínsku héruðunum Kherson og Saporisía, gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbas. Frá þessu greinir bandaríska fréttaveitan Financial Timess. Innlent 16.8.2025 18:12
Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskóla sem hann vinnur á. Barnið upplýsti sjálft um brotið. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við lögreglu og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um mál af þessum toga. Innlent 15.8.2025 18:10
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Innlent 14.8.2025 18:00
Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem brýnir fyrir fólki að tilkynna um aukaverkanir. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Innlent 13.8.2025 18:01
Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla sem stjórnvöld Vestanhafs lögðu á íslenskan innflutning, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 12.8.2025 18:02
Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Bandaríkjaforseti kynnti þessa óvenjulegu ráðstöfun á blaðamannafundi í dag. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum mætir í myndver og fer yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 11.8.2025 18:01
Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu með svokallað Pots-heilkenni, en hún horfir nú fram á að Sjúkratryggingar muni hætta greiðsluþátttöku vegna meðferðar sem hún hefur sótt síðustu ár. Hún segir meðferðina hafa gert henni kleift að framkvæmda daglegar athafnir, eins og að standa upprétt og þvo á sér hárið án aðstoðar, en hún verði svipt þeirri getu ef fram heldur sem horfir. Innlent 10.8.2025 18:00
Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Utanríkisráðherra segir slæmt ef Úkraínumenn þurfa að gefa eftir landsvæði til þess að knýja á um vopnahlé við Rússa. Innlent 9.8.2025 18:01
Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Innlent 8.8.2025 18:14
Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. Innlent 7.8.2025 18:06
Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana. Innlent 6.8.2025 18:10
Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Ráðherra ferðamála segir til alvarlegrar skoðunar að hafa mannaðar vaktir við Reynisfjöru þegar aðstæður eru hættulegar í fjörunni. Ákveðið hefur verið að gera frekari varúðarráðstafanir á svæðinu í kjölfar banaslyssins um helgina en í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við landeiganda og ráðherra vegna málsins. Innlent 5.8.2025 18:16
Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis landsins. Hann telur greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins mikið áhyggjuefni. Hann kallar eftir umræðu og viðbrögðum ráðamanna. Innlent 4.8.2025 18:10
Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni á undan. Þetta segir landeigandi en skoða á eftir helgi hvernig grípa megi til frekari öryggisráðstafana. Rætt verður við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu í fréttatímanum um slysið. Innlent 3.8.2025 18:11
Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Barnung stúlka var flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hún hafnaði í sjónum við Reynisfjöru. Umfangsmikil leit stóð að henni í tæpar tvær klukkustundir. Innlent 2.8.2025 18:10
Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Íbúar við Þjórsá lýsa þungum áhyggjum af fyrirætlunum Landsvirkjunar um að sækja aftur um virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Við fjöllum um deiluna í kvöldfréttum og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, mætir í myndver og svarar gagnrýni. Innlent 1.8.2025 18:10
Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 31.7.2025 18:13
Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau endurtekið ofbeldi. Hálfbróðir konunnar krefst þess að hún verði svipt erfðarétti sínum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 30.7.2025 18:00
Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis. Innlent 29.7.2025 18:00
Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. Innlent 28.7.2025 18:03
Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að vinkla fjölmiðlafólk í slík myndbönd. Innlent 27.7.2025 18:03
„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Viðskipti innlent 27.7.2025 08:59
„Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða gjösamlega þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópu á dögunum. Innlent 26.7.2025 18:27
Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Í kvöldfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Gasa, þar sem eitt af hverjum fjórum börnum er sagt vannært. Ísraelska þingið ályktaði í dag að innlima eigi Vesturbakkann og virðist útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Innlent 25.7.2025 18:09
Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið jafn lítið en fylgi Samfylkingarinnar eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stuðningur bæði við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk minnkaði eftir þinglok. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði rýnir í könnunina í fréttatímanum. Innlent 24.7.2025 18:11