Erlent

Írönum hótað frekari refsiaðgerðum

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa enn á ný hótað írönum hertum aðgerðum láti þeir ekki af auðgun úrans þegar í stað. Til stendur að herða refsiaðgerðirnar gegn landinu og var það upplýst á fundi sem George Bush hélt í Slóveníu en forsetinn bandaríski er nú í sinni síðustu heimsókn til Evrópu.

Á meðal aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir að íranskir bankar geti stutt hryðjuverkamenn eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Á fundinum sagði Bush að heimsfriði stæði alvarleg ógn af Íran, nái landið að kjarnorkuvæðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×