Átökin ná nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2025 07:33 Indverskir hermenn í Kasmír. AP/Dar Yasin Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins. Fregnir hafa borist af því að bæði ríki séu að safna hermönnum við landamærin. Hermenn skiptast á skotum með sprengjuvörpum, stórskotaliði og byssum á landamærum ríkjanna í Kasmír-héraði. Pakistanar birtu meðfylgjandi myndband sem á að sýna eldflaugum skotið að Indlandi. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Í frétt Guardian segir að ríkin hafi ekki verið nærri stríði í áratugi. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hétu því að svara fyrir sig og virðist sem þeir hafi gert það í gærkvöldi. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hringdi í ráðamenn beggja vegna við landamærin í nótt og bauð aðstoð Bandaríkjanna við að draga úr spennu á svæðinu og hefja viðræður. Utanríkisráðherra Pakistan segist hafa gert Rubio ljóst að boltinn væri nú hjá Indverjum og það væri þeirra að draga úr spennunni. Utanríkisráðherra Indlands slær á svipaða strengi og segir að Indverjar muni áfram sýna stillingu og ábyrgð. Í meðfylgjandi myndbandi má heyra skothríð og sprengingar í Peshawar í Pakistan. Embættismenn segja að dróna hafi verið grandað yfir borginni. Áratugadeilur og átök Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína. Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. 8. maí 2025 11:00 „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fregnir hafa borist af því að bæði ríki séu að safna hermönnum við landamærin. Hermenn skiptast á skotum með sprengjuvörpum, stórskotaliði og byssum á landamærum ríkjanna í Kasmír-héraði. Pakistanar birtu meðfylgjandi myndband sem á að sýna eldflaugum skotið að Indlandi. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Í frétt Guardian segir að ríkin hafi ekki verið nærri stríði í áratugi. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, og í raun alla tíð frá stofnun Pakistan fyrir tæpum átta áratugum. Núverandi spenna myndaðist eftir mannskæða árás hryðjuverkamanna Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hétu því að svara fyrir sig og virðist sem þeir hafi gert það í gærkvöldi. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hringdi í ráðamenn beggja vegna við landamærin í nótt og bauð aðstoð Bandaríkjanna við að draga úr spennu á svæðinu og hefja viðræður. Utanríkisráðherra Pakistan segist hafa gert Rubio ljóst að boltinn væri nú hjá Indverjum og það væri þeirra að draga úr spennunni. Utanríkisráðherra Indlands slær á svipaða strengi og segir að Indverjar muni áfram sýna stillingu og ábyrgð. Í meðfylgjandi myndbandi má heyra skothríð og sprengingar í Peshawar í Pakistan. Embættismenn segja að dróna hafi verið grandað yfir borginni. Áratugadeilur og átök Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína.
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. 8. maí 2025 11:00 „Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34
Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. 8. maí 2025 11:00
„Þetta er svona eitraður kokteill” Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. 7. maí 2025 20:49
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent