Erlent

Þúsund hektarar af skóglendi brunnir í Noregi

Þúsund hektara skóglendi hefur brunnið í skógareldum sem hafa logað í

Suður-Noregi síðan á mánudaginn.

Búið er að flytja nærri hundrað íbúa frá heimilum sínum vegna eldanna. Hvassviðri hefur hamlað slökkvistarfi en slökkviliðsmenn eru þó vongóðir um að ná tökum á eldunum í dag. Spáð er rigningu á svæðinu síðdegis.

Skógareldar loga einnig víða í Svíþjóð. Nærri þrjátíu fjölskyldur hafa orðið að yfirgefa heimili sín sunnan Gautaborgar. Eldarnir hafa truflað lestarsamgöngur í landinu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×