Erlent

Serbneskur stríðsglæpamaður gripinn nærri Belgrad

Stojan Zupljanin.
Stojan Zupljanin. MYND/AP

Stojan Zupljanin, einn fjögurra sem helst hefur verið leitað vegna stríðglæpa í Bosníustríðinu á árunum 1992 til 1995, var handtekinn nærri Belgrad í Serbíu í morgun.

Hann hefur verið á flótta í þrettán ár. Zupljanin var yfirmaður öryggismála Bosníu-Serba í borginni Banja Luka. Hann er ákærður fyrir fjöldamorð á múslimum og Króötum og verður færður fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×