Erlent

Biður kanadíska indíána afsökunar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stephen Harper.
Stephen Harper. MYND/AP

Kanadíski forsætisráðherrann Stephen Harper mun í dag biðja indíána í Kanada opinberlega afsökunar. Sú afsökunarbeiðni er til komin vegna framkomu stjórnvalda gagnvart þeim.

Frá 19. öld og fram yfir 1970 voru meira en 150.000 börn kanadískra indíána skylduð til að setjast á skólabekk í sérstökum kristinfræðiskólum. Var þar um að ræða tilraun stjórnvalda til að losa börnin úr viðjum frumbyggjamenningar sinnar og færa þau nær kanadísku þjóðfélagi og tungu. Forsætisráðherrann flytur afsökunarbeiðnina í þinginu og verða um 250 indíánar viðstaddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×