Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 23:32 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Vísir/ívar Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur. Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur.
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira