Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 23:32 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Vísir/ívar Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur. Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur.
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira