Erlent

Skuggaráðherra Íhaldsflokksins segir af sér

MYND/Getty Images

David Davis, skuggaráðherra breska Íhaldsflokksins í innanríkismálum, sagði af sér sem þingmaður í dag. Davis fór fyrir íhaldsmönnum í þinginu í andstöðu flokksins við nýsamþykkt lög þar sem leyfilegt verður að halda eintaklingum grunuðum um hryðjuverk í allt að 42 daga án þess þeir séu kærðir.

Lögin voru samþykkt í gær með 315 atkvæðum gegn 306. 36 þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi Gordons Browns forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins.

Stjórnmálaskýrendur segja að ákvörðun Davis eigi sér nánast ekki nein fordæmi í stjórnmálasögu Breta. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, segir ákvörðun Davis lýsa hugrekki. Aftur á móti segir Danis MacShane, þingmaður Verkamannaflokksins, að um sé að ræða gjörning til að fanga athygli fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×