Erlent

Kardináli í Vatikaninu segir heiminn vera með Íslam á heilanum

Benedikt páfi.
Benedikt páfi.

Jean-Louis Tauran kardináli sem sér um samskipti og tengsl við önnur trúarbrögð hjá Vatíkaninu segir heiminn vera heltekinn af Íslam. Hann ásamt deild sinni er að útbúa viðmiðanir til þess að skapa málefnalega umræðu milli Kaþólsku kirkjunnar og annarra trúarbragða.

Þessar viðmiðanir munu ekki leggja neina sérstaka áherslu á Íslam en Tauran vill ekki að fólk haldi að til séu einhvers konar ,,stéttir" trúarbragða. Kardínálinn ætlar að ferðast bráðlega til Indlans til að boða að öll trúarbrögð séu jöfn.

Í mars síðastliðnum samþykktu leiðtogar Íslam og Vatíkansins að koma á fót varanlegum opinberum umræðum til þess að bæta erfið samskipti þeirra á milli. Samskiptum hrakaði hins vegar þegar Benedikt páfi hélt fyrirlestur í Þýskalandi sem múslimum þótti gefa í skyn að Íslam væri órökrétt trúarbrögð og ofbeldisfull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×