Erlent

Gripinn stuttu eftir rán á bensínstöð

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Lögregla á Fjóni í Danmörku handtók vopnaðan ræningja aðeins nokkrum mínútum eftir rán í gærkvöldi.

Það er ný tækni lögreglu sem gerir þetta kleift en nú fylgjast lögreglumenn á stjórnstöð með öllu vaktsvæðinu á skjá sem er á þriðja metra í þvermál. Þar sjá þeir strax staðsetningu allra lögreglubifreiða og eftir að tvítugur maður rændi bensínstöð í gær, vopnaður hnífi, var ekki lengi gert að koma auga á lögreglubíl skammt frá. Ræninginn var því gripinn á næsta götuhorni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×