Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 20:50 45 barnanna voru á leikskólanum Mánagarði. Vísir/Einar 45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð. „Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
„Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira