Erlent

Lögreglan í Texas stendur vörð um heimili dómara

Lögreglan í Texas stendur nú vörð um heimili dómarans sem fyrirskipaði að öllum börnum sértrúarsafnaðar í ríkinu skyldi skilað aftur til foreldra sinna

Varðstaðan þessi kemur í framhaldi af því að lögregluyfirvöld í ríkjunum Utah og Arizona hafa gefið út aðvörun um að 16 svokallaðir hefndarenglar sem tilheyra sértrúarsöfnuði þessum séu á leið til Texas og ætli sér að ráðast á dómarann.

Allir lögreglumennirnir sem gæta öryggis dómarans hafa fengið myndir af meðlimum þessarar sérsveitar safnaðarins ásamt upplýsingum um hvern og einn þeirra.

Lögreglan í Texas hefur þar að auki komist yfir tölvupóst sem segir að margir af meðlimum sértrúarsafnaðar þessa séu reiðbúnir til að láta lífið í þágu safnaðarins.

Sem kunnugt er af fréttum stundar sértrúarsöfnuður þessi fjölkvæni og rannsakar lögreglan í Texas nú ásakanir á hendur honum um að unglingsstúlkur undir lögaldri hafi verið þvingaðar til að giftast sér mun eldri mönnum og í einhverjum tilvika neyddar til kynlífs með öðrum meðlimum safnaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×