Erlent

Giftið ykkur eða þið verðið reknir

Hið ríkisrekna olíufélag í Íran hefur sent öllum einhleypum starfsmönnum sínum einföld skilaboð. Giftið ykkur eða þið verðið reknir.

Samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu hjónaband eitt af skilyrðum fyrir því að fá vinnu hjá því. Einhleypum starfsmönnum af báðum kynjum hefur verið gefinn frestur fram í septemberlok til að gifta sig eða láta af störfum ella.

Kynlíf utan hjónabands er ólöglegt í Íran og því er ungt fólk þar hvatt til að gifta sig ekki síðar en um tvítugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×