Erlent

Fyrrum konungi Nepal gert að yfirgefa höll sína

Gyanendra, fyrrum konungur Nepal.
Gyanendra, fyrrum konungur Nepal.

Fyrrum konungur Nepal, Gyanendra, hefur nú sofið sína seinustu nótt í höllinni í Kathmandu sem hefur verið heimili konungsfjölskyldunnar í meira en 100 ár. Gyanendra missti konungstign sína í seinasta mánuði þegar konugsveldið var numið úr gildi og lýðveldi komið á undir stjórn Maóista.

Konungurinn sem neitaði í fyrstu að yfirgefa höll sína fer nú í sátt við Maóista sem höfðu hótað honum að annað hvort færi hann með reisn eða yfir honum yrði haldin réttarhöld. Höllin mun verða að safni og Gyanendra ætlar að skilja öll húsgögn og allar gjafir sem hann fékk í konungstíð sinni eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×