Erlent

Vann nauman sigur í umdeildu máli

Gordon Brown vann nauman sigur á breska þinginu í dag þegar samþykkt var með 315 atkvæðum gegn 306 að samþykkja umdeilt hryðjuverkafrumvarp. hans sem heimilar lögreglu að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í 42 daga án þess að birta þeim ákærur.

Fyrir breytinguna var lögreglu aðeins heimilt að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í 28 daga. Frumvarpið var afar umdeilt og mergir flokksfélagar Brown í Verkamannaflokknum börðust gegn því.

Þó að sigurinn hafi verið naumur í dag var hann Brown afar mikilvægur því fylgi við hann er í sögulegu lágmarki þessa daganna. Nokkrir samherja hans hafa jafnvel dregið það í efa að hann sé rétti maðurinn til þess að leiða Verkamannaflokkinn inn í þingkosningar sem fara fram í maí 2010.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×