Erlent

Parið sem gripið var í samförum í skriftarstólnum iðrast

Skriftarstóllinn í dómkirkjunni í Cesena gæti verið álíkur þessum.
Skriftarstóllinn í dómkirkjunni í Cesena gæti verið álíkur þessum.

Ítalskt par sem gripið var þegar það var að stunda kynlíf í skriftarstól í dómkirkju í Cesena á Ítalíu iðrast nú gjörða sinna. Þau voru staðin að verki þegar morgunmessa stóð yfir. Þau hafa nú sæst við biskup staðarins.

Parið var í haldi lögreglu fyrr í mánuðinn eftir verknaðinn og voru áminnt fyrir klúran verknað og að trufla trúarlega athöfn. Þau báru fyrst fyrir sér að þar sem þau eru trúleysingjar er skriftarstóll eins og hver annar staðar til að stunda kynlíf. Nú iðrast þau gjörða sína og afsaka sig með því að þau höfðu drukkið alla nóttina.

Í seinustu viku hélt biskupinn hreinsunarmessu í dómkirkjunni til að bæta upp fyrir helgispjöllin.


Tengdar fréttir

Trúleysingjar gripnir í samförum í dómkirkju

Karlmaður og kona hafa verið kærð eftir að hafa stundað kynlíf í skriftarstóll í dómkirkju á Cesena á Norður-Ítalíu. Lögreglan var látin vita eftir að kirkjugestur heyrði skrjáf og stunur úr skriftarstólnum og afhjúpaði gotharalegt par í samförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×