Erlent

Enn leitað að eftirlifendum í flugslysi í Súdan

Yfirvöld í Súdan leita nú eftirlifenda eftir mannskætt flugslys í landinu í nótt.

Tvö hundruð og þrír farþegar og ellefu manna áhöfn voru um borð í farþegaflugvél sem lent var í þrumuveðri á flugvelli í höfuðborginni, Kartúm. Flugvélinn rann útaf flugbrautinni í lendingunni. Eldur kviknaði í henni og hún varð flótt alelda.

Helmingur farþega hljóp þegar frá borði og er fólksins nú leitað. Vitað er að minnst tuttugu og átta fórust en óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Flestir um borð munu hafa verið frá Súdan. Flugvélin var af gerðinni Airbus A310 og í eigu Sudan Airways.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×