Erlent

Pakistanskir hermenn drepnir á landamærunum

Gert að særðum manni við landamærin
Gert að særðum manni við landamærin

Að minnsta kosti 18 manns voru drepnir í átökum á landamærum Pakistan og Afghanistan. Tíu af þeim voru pakistanskir hermenn sem hafa að öllum líkindum verið drepnir í loftárás bandaríska hersins. Hinir átta virðast hafa verið Talibanar.

Bandaríkjaher hefur verið að hjálpa til við að gæta landamæranna en Pakistanar fordæma þessa árás og telja hana heigulsverk.

Bandaríkin og Afghanistan saka Pakistan um að ná ekki að stoppa Talibana að komast inn í landið á meðan Pakistanar saka þá um að gæsla sé ekki nógu góð Afghanistanmeginn landamæranna. Talibanar hafa mikil ítök á þessum svæðum og leita oft skjóls meðal ættflokka rétt við landamærin í Pakistan.

Talið er að bandarískt herafl hafi drepið fjóra óbreytta borgara í öðru atviki annars staðar í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×