Erlent

Lögregla ræðir við unglinga vegna Björgvinjarbruna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/245.is

Lögregla í Björgvin í Noregi ræðir nú við tvo af fjórum unglingum sem sáust nálægt köfunarfyrirtæki þar sem stórbruni varð í gærdag.

Samkvæmt heimildum Bergens Tidende hafa unglingarnir ekki náð sakhæfisaldri. Lögregla segir þó að unglingarnir liggi ekki undir grun en hún vilji vita hvort þeir hafi orðið einhvers varir sem skýrt gæti eldsupptök. Eldar loga enn í rústunum og hefur íbúum í nágrenninu verið ráðlagt að halda gluggum sínum lokuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×