Erlent

Tveir bílstjórar látnir í mótmælum í Suður-Evrópu

MYND/AP

Tveir vörubílstjórar eru látnir í mótmælum sem staðið hafa yfir á Spáni og Portúgal þar sem háu eldsneytisverði er andmælt.

Annar þeirra lést í spænsku borginni Granda þegar hann reyndi að stöðva för sendibíls en Portúgalinn lést norður af Lissabon í gær þegar hann stóð í vegi fyrir vöruflutningabíl sem vildi halda áfram för sinni.

Þriðja daginn í röð standa spænskir vörubílstjórar fyrir mótmælum gegn háu eldsneytsverði með því að loka fjölförnum vegum en þeir vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkananna. Hafa almennir borgarar á Spáni gripið til þess að hamstra eldsneyti og matvörur enda er óttast að skortur fari að gera vart við sig vegna aðgerða bílstjóranna.

Viðræður höfðu staðið yfir milli bílstjóranna og fulltrúa spænsku ríkisstjórnarinnar en þeim var frestað vegna dauða bílstjórans í Granada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×