Erlent

Vatni veitt úr jarðskjálftalóni í Kína

MYND/AP

Kínverskum hermönnum hefur tekist að beina vatni, sem safnaðist upp í lón á skjálftasvæðunum þar í landi, niður í yfirgefinn bæ og þannig minnkað hættuna á að vatnið ógni lífi milljóna manna.

Lónið myndaðist eftir jarðskjálftann mikla í síðasta mánuði þegar aruskriður stífluðu árfarveg og höfðu hermenn notað sprengiefni til þess að finna vatninu sem safnaðist upp annan farveg.

Íbúar í bænum Beichuan sem skemmdist mikið í skjálftanum voru fluttir á brott og vatnið er nú látið renna um bæinn. Sjónarvottar segja að lík hafi flotið með gruggu vatninu niður í bæinn. Ekki stendur til að endurreisa hann heldur finna fólkinu nýjan samastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×