Fleiri fréttir Slapp vel úr bílflaki Það þykir ótrúlegt 17 ára stúlka, Laura Hatch, hafi lifað af að vera föst í bílflaki, illa slösuð, í átta daga. Foreldrar stúlkunnar, sem búsett er í Washington ríki, voru farnir að trúa því að hún væri látin og lögreglan taldi að hún hefði hlaupist á brott. Hún fannst hins vegar í bílflaki sínu, 60 metra ofan í gljúfur. 12.10.2004 00:01 Kydland þekktur fyrir stefnumótun Finn E. Kydland, sem deildi í gær Nóbelsverðlaununum í hagfræði með bandarískum starfsbróður, er hvað þekktastur fyrir áherslur sínar á mikilvægi langtíma stefnumótun í ríkisfjármálum, í stað geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna á hverjum tíma. Hann er þriðji norðmaðurinn, sem hlýtur hagfræðiverðlaunin á þrjátíu og fimm árum. 12.10.2004 00:01 Búnaður til kjarnavopna hvarf Búnaður og hráefni sem hægt hefði verið að nota til að smíða kjarnorkuvopn, hafa horfið í Írak eftir árás bandamanna á landið í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum Sameinuðu Þjóðanna. Heilu byggirnar, sem hýstu búnaðinn, eru horfnar án þess að það hafi verið tilkynnt til samtakanna. 12.10.2004 00:01 Hópsjálfsmorð rannsökuð Lögreglan í Japan rannsaknar nú hópsjálfsmorð níu einstaklinga. Um svokallað net-sjálfsmorð er að ræða, þar sem hópur sem kynnist á netinu ákveður að fremja sjálfsmorð saman. Lögreglan segir jafnframt að frá árinu 2003 hafi 34 slík sjálfsmorð komið til þeirra kasta. 12.10.2004 00:01 Tyrkirnir 10 komnir heim Tíu tyrkneskir gíslar, sem var sleppt á sunnudag, komu til Bagdad í morgun, frjálsir ferða sinna. Þeir vinna hjá tyrknesku byggingafyrirtæki í írak, sem ætlar að halda starfssemi sinni áfram þrátt fyrir mannránin. Gíslarnir voru vel á sig komnir við komuna til Bagdad. 12.10.2004 00:01 Lík Bigleys utan við suður-Baghdad Líki breska gíslsins Kenneths Bigley var komið fyrir rétt utan við suðurhluta Bagdad, segja heimildir Reuters fréttastofunnar meðal uppreisnarmanna í Írak. Líkið hefur ekki fundist. Bigley var hálshöggvin síðastliðinn fimmtudag og myndband af aftökunni sent arabískri sjónvarpsstöð. 12.10.2004 00:01 Þóttist vera lýtalæknir Lögreglan í Flórída hefur handtekið eftirlýstan mann sem þóttist vera lýtalæknir og deyfði sjúklinga sína með dýralyfjum og setti brjóst í skálastærð C á karlkyns vaxtaræktarmann, sem hafði óskað eftir stærri brjóstkassa. 12.10.2004 00:01 Útbúnaður til kjarnavopna horfinn Útbúnaður til að búa til kjarnavopn hefur horfið frá Írak eftir að innrásin var gerð, segja vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafa lagt ýmsar hömlur á starf eftirlitsmanna frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Írak, og verða þeir að treysta á gervihnattamyndir og aðrar heimildir. 12.10.2004 00:01 11 al-Qaeda liðar hafa horfið Að minnsta kosti ellefu grunaðir al-Qaida liðar hafa horfið meðan þeir hafa verið í varðhaldi í Bandaríkjunum, og sumir hafa verið pyntaðir, að sögn mannréttindasamtaka. 12.10.2004 00:01 Kerry heldur forskotinu John Kerry heldur forskoti sínu á George Bush, samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN sjónvarpsstöðvarinnar, dagblaðsins USA Today og Gallup. Munurinn er þó ekki nema eitt prósent, auk þess sem Bush hefur fleiri kjörmenn á bak við sig samkvæmt könnunum frá því í gær, sem er jú það sem öllu máli skiptir. 12.10.2004 00:01 Berlusconi ósáttur við ákvörðun Sylvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kennir vinstrisinnuðum áróðri um að sínum manni hafi verið hafnað í starf yfirmanns Mannréttindanefndar Evrópusambandsins. Mannréttindanefnd ESB hafnaði naumlega Ítalanum Rocco Buttiglione í starfið í gær og segir Berlusconi að áróðurstríði vinstri manna sé um að kenna. 12.10.2004 00:01 Bush og Kerry hrósa Reeve Forsetaframbjóðendurnir George Bush og John Kerry fara báðir fögrum orðum um leikarann Christopher Reeve, sem lést í gær. Bush sagði í gær að ofurmaðurinn fyrrverandi hefði verið tákngervingur hugrekkis, jákvæðni og ákveðni og það væri ekki að ástæðulausu að hann hefði verið fyrirmynd milljóna manna. 12.10.2004 00:01 Lukashenko vill 3. kjörtímabilið Hvít-Rússar kjósa nú um það hvort forseti landsins skuli sitja sitt þriðja kjörtímabil. Kosningarnar sjálfar fara fram á sunnudaginn, en þeir íbúar landsins sem ekki eiga heimakvæmt á kjörstað þá kjósa í dag. 12.10.2004 00:01 Yukos þarf að selja Yfirvöld í Rússlandi hyggjast fá yfirmenn Yukos olíufyrirtækisins til þess að selja hluta fyrirtækisins svo því reynist unnt að greiða 8 milljarða dollara skuld sína. Ekki hefur fengið staðfest hver kaupandinn verður, en búist er við að hugmyndin sé að koma þeim hluta fyrirtækisins sem seldur verður aftur undir hendur hins opinbera. 12.10.2004 00:01 Olían enn á uppleið Metverð á Olíu er í dag, sjötta daginn í röð. Á hádegi var verðið á olífatinu í Bandaríkjunum komið yfir 54 dollara í fyrsta sinn og í Bretlandi kostaði fatið 51 og hálfan dollara á sama tíma. Olíverð hefur hækkað um 66% á heimsmarkaði á þessu ári og er hætt við því að það haldi áfram að hækka á meðan olíuverkfallið í Nígeríu stendur yfir. 12.10.2004 00:01 Nýr Ormur á MSN Ormur sem dreifir sér um MSN Messenger skyndiskilaboðaþjónustuna er kominn á kreik og reynir að koma notendum í samband við asískar klámsíður. Ormurinn kallast "Funner" 12.10.2004 00:01 Bandaríkjamenn sigra í tölvumóti Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi á fjórða heimsmeistaramótinu í tölvuleikjum, World Cyber Games, sem haldið var í San Francisco um helgina. Keppt var í "Counter Strike" og Team 3-D frá Bandaríkjunum vann úrslitaviðureignina við liðið Titans frá Danmörku. Verðlaunaféð nam 50 þúsund dölum. 12.10.2004 00:01 Ísland frjálsast og ríkast Íslendingar eru frjálsasta og ríkasta fólk í heimi, af því þeir skilja að smátt er fagurt og hafa staðið fyrir utan Evrópusambandið, segir breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Daniel Hannan er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga breska íhaldsflokksins, og einn leiðarahöfunda stórblaðsins Daily Telegraph. 12.10.2004 00:01 Tyrkirnir 10 látnir lausir Tíu tyrkneskir gíslar sem voru í haldi andspyrnumanna í Írak voru látnir lausir í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír erlendir gíslar hafa verið myrtir í Írak á síðustu sex mánuðum. Gíslarnir tíu hafa verið í haldi mannræningja í 38 daga, sem hótuðu að taka þá af lífi ef byggingafyrirtækið sem þeir vinna hjá hætti ekki starfsemi í Írak. 12.10.2004 00:01 Hópsjálfsmorð skipulagt á netinu Níu manns hafa fundist látnir í Japan, eftir það sem virðist vera hópsjálfsmorð, skipulagt á Netinu. Sjálfsmorðstíðni í Japan er með því hæsta sem gerist í heiminum. Í Japan er að finna fjöldan allan af vefsíðum fyrir fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Talið er að fólkið hafi kynnst í gegnum slíka síðu. 12.10.2004 00:01 Fjöldasjálfsmorð í Japan Níu ungir Japanar frömdu sjálfsmorð eftir að hafa kynnts á sjálfsmorðssíðu á Netinu. Þrýst er á japönsk yfirvöld að loka slíkum síðum. Ríflega 34 þúsund Japanar frömdu sjálfsmorð í fyrra. 12.10.2004 00:01 Lofa að smíða ekki kjarnavopn Íranar hétu Evrópuþjóðum því í gær að ef Evrópubúar létu þá í friði varðandi framleiðslu á kjarnorku myndu þeir lofa því að smíða ekki kjarnorkusprengju. Evrópsk og bandarísk yfirvöld veltu því fyrir sér hvort fara mætti aðra leið, hvort réttast væri að greiða Írönum fyrir að hætta framleiðslu á kjarnorku. 12.10.2004 00:01 Geislavirkni minnkar Geislavirkni á norðurskautssvæðinu fer nú minnkandi, mörgum árum eftir að Sovétmenn hættu að stunda kjarnorkutilraunir ofanjarðar og kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbyl 1986. 12.10.2004 00:01 Afríka illa rekin Afríkubúar gáfu ríkisstjórnum í 28 löndum heimsálfunnar slæma einkunn í opinberum rekstri í könnun sem gerð var meðal 50 þúsund fjölskyldna og tvö þúsund sérfræðinga. Könnunin var unnin fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og er sú fyrsta sinnar tegundar. 12.10.2004 00:01 Samskiptin versna ef Bush vinnur Hætt er við því að samskiptin milli Evrópu og Bandaríkjanna versni enn, verði Bush endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Á hinn bóginn myndi kosning Kerrys geta bætt andrúmsloftið til muna. Þetta segir franskur blaðamaður og háskólakennari, sem staddur er hér á landi. 12.10.2004 00:01 40 dagar liðnir Í dag lauk formlegu fjörtíu daga sorgartímabili vegna fórnarlamba hryðjuverkanna í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi. Óttast er að átök kunni að blossa upp í bænum í kjölfarið. 340 létust í hryðjuverkunum, þar af helmingurinn börn. Í dagv var þögn í Beslan til þess að minnast atburðanna, kerti mátti víða sjá og blóm voru lögð í skólastofur. 12.10.2004 00:01 Innrásin ýtti undir hryðjuverk Innrásin í Írak gróf undan stríðinu gegn hryðjuverkum og ýtti undir uppgang margra hryðjuverkahópa. Þetta er niðurstaða Jaffee-herfræðistofnunarinnar við Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Stofnunin er ein helsta hugmyndaveita Ísraela í varnarmálum. 12.10.2004 00:01 Eftirlaunin í hættu Breska eftirlaunakerfið er ekki í takt við raunveruleikann og hefur í för með sér að margir kunna að búa við fátækt þegar þeir fara á eftirlaun á næstu áratugum. Þetta er niðurstaða nefndar á vegum breskra stjórnvalda sem hefur kannað eftirlaunakerfið og framtíð breskra launþega þegar þeir fara á eftirlaun. 12.10.2004 00:01 Spánverji þjálfaði hryðjuverkamenn Spænska lögreglan telur að Spánverji að nafni Emilio Suarez Trashorras, sem er fyrrum námaverkamaður, hafi þjálfað hryðjuverkamenn í notkun sprengiefna áður en þeir gerðu árásir í Madríd sem kostuðu 191 mann lífið. 12.10.2004 00:01 Þjófar rændu minningarbókinni Þjófar stálu bók sem vegfarendur höfðu ritað samúðarkveðjur í til fjölskyldu Kenneths Bigley. Minningarbókin lá frammi í mosku í Birmingham ásamt mynd af Bigley, sem myrtur var af gíslatökumönnum í Írak, kertum og samúðarkortum. Öllu þessu var stolið. 12.10.2004 00:01 Lík fannst í legreit mafíunnar Lögreglan í New York fann á dögunum lík á yfirgefinni lóð sem hefur um langt árabil verið kölluð grafreitur mafíunnar vegna gruns manna um að þar hafi verið grafin lík manna sem glæpaforinginn John Gotti lét myrða. 12.10.2004 00:01 Clinton í kosningabaráttuna Bandarískir kjósendur mega eiga von á símtali frá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeim gefst reyndar ekki mikið færi á að rökræða við Clinton því símtalið verður upptaka Clintons þar sem hann hvetur fólk til að kjósa flokksbróður sinn, demókratann John Kerry, í forsetakosningunum í nóvember. 12.10.2004 00:01 Kjarnorkubúnaður í Írak horfinn Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, lýsti áhyggjum af því við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að búnaður sem nota má til gerðar kjarnorkuvopna er horfinn af þeim stöðum sem hann var geymdur á í Írak. ElBaradei sagði að ekki væri nóg með að búnaðurinn væri horfinn heldur líka þær byggingar sem hann var geymdur í. 12.10.2004 00:01 Rændu hálfum milljarði úr banka Tveir starfsmenn grísks banka hafa verið handteknir sakaðir um að hafa stolið andvirði um hálfs milljarðs króna úr bankanum. Annar starfsmaðurinn komst yfir lykla og lykilorð að fjárhirslum bankans og hinn, sem var öryggisvörður í bankanum, slökkti á þjófavarnakerfinu eina nóttina svo þeir gætu rænt öllu því fé sem þeir gátu borið í fjárhirslunum. 12.10.2004 00:01 Skiptst á þungum höggum Vinir George W. Bush Bandaríkjaforseta í olíuiðnaðinum hafa hagnast á hækkandi olíuverði meðan hækkunin bitnar harkalega á neytendum, sagði John Kerry, forsetaefni demókrata á framboðsfundum í gær, degi fyrir síðustu kappræður hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta sem fram fara í kvöld.<font face="Helv"></font> 12.10.2004 00:01 Hóta að framlengja verkfallið Allsherjarverkfallið í Nígeríu sem hófst á mánudag og á að standa í fjóra daga verður hugsanlega framlengt ef stjórnvöld neita að íhuga kröfur verkalýðsfélaga eða ofbeldi brýst út, sagði helsti forystumaður verkfallsmanna. Fyrirhugað var að endurtaka verkfallið eftir þrjár vikur ef ekki verður gengið að kröfum verkfallsmanna um lægra bensínverð. 12.10.2004 00:01 Sharon hættir ekki Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hafnaði í morgun ráðleggingum herhöfðingja sinna um að draga herinn frá flóttamannabúðum Palestínumanna á Gazaströndinni. Heimildir Reuters fréttastofunnar segja að Sharon vilji ekki sýna nein veikleikamerki í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Egyptalandi í síðustu viku, þar sem á fjórða tug manna féllu og annað hundrað slösuðust, flestir ísraelskir ferðamenn. 11.10.2004 00:01 Bretar hræddastir við köngulær Bretar eru hræddari við köngulær en hryðjuverkaárásir, samkvæmt nýrri könunn þar í landi, þar sem þúsund manns voru spurðir hvað hræddi þá mest. Fyrir utan köngulær og hryðjuverkaárásir eru snákar og mikil hæð það sem fólk á Bretlandseyjum er smeykast við. 11.10.2004 00:01 ÖSE segir kosningar löglegar Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir forsetakosningjarnar í Afganistar löglegar, og sér enga ástæðu til að ógilda þær. Meirihluti mótframbjóðenda Hamids Karzai, núverandi forseta, sem sigraði með nokkrum yfirburðum, sakaði stuðningsmenn hans um svik og drógu nokkrir framboð sín til baka. Þeir hafa nú flestir dregið í land með gagnrýni sína. 11.10.2004 00:01 15 handteknir í Egyptalandi Fimmtán hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásanna í Egyptalandi í síðustu viku, þar sem á fjórða tug manna lést. Karlmaður hefur játað að hafa selt sprengiefni rétt fyrir árásirnar. 11.10.2004 00:01 Kydland og Prescott fá Nóbel Nóbelsverðlaunin í hagfræði falla í skaut Norðmannsins Finns Kydland og Edwards Prescott frá Bandaríkjunum. Þeir hljóta verðlaunin fyrir skýringar sínar á því hvernig viðskipti eru drifin áfram af breytingum í efnahagsstjórn og tæknibreytingum. Þeir skipta á milli sín tæplega hundrað milljóna króna verðlaunafé. 11.10.2004 00:01 Verkfall í Nígeríu Fjögurra daga allsherjarverkfall er hafið í Nígeríu, sem er stærsti olíuframleiðandi Afríku. Þess er krafist að 25% hækkun á verði olíu verði dregin til baka, en olía hefur verið niðurgreidd til íbúa landsins, sem lifa margir í sárri fátækt. Verkfallið er ein ástæða þess að olíuverð á heimsmarkaði hefur hækkað svo mikið sem raun ber vitni undanfarið. 11.10.2004 00:01 Banni aflétt? Bretar segjast tilbúnir í viðræður um að aflétta vopnasölubanni á Kína, sem Evrópusambandið setti árið 1989. Frakkar hafa þrýst mjög á að banninu, sem þeir segja barn síns tíma, verði aflétt og höfðu vonast til þess að árangur í þá veru náist á ráðstefnu Evrópu- og Asíuríkja sem fór fram í Vietnam um helgina. 11.10.2004 00:01 10 gíslum sleppt 10 tyrkneskum gíslum, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak síðan í september, hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir voru allir starfsmenn tyrknesks byggingarfyrirtækis, sem vann verkefni fyrir bráðbirgðarstjórnina í Írak. 11.10.2004 00:01 Yusuf kjörinn forseti Sómalíu Hershöfðinginn Abdullahi Yusuf var í gær kjörinn forseti Sómalíu. Yusuf notaði tækifærið í sinni fyrstu ræðu til þess að kalla eftir hjálp alþjóðasamfélagsins við að uppræta hryðjuverkasamtök í landinu og draga úr fátækt. Hálfgerður anarkismi ríkir í Sómalíu, enda er löggæsla í landinu í molum og hafa yfir hundrað þúsund manns látist í átökum í landinu undanfarinn áratug. 11.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Slapp vel úr bílflaki Það þykir ótrúlegt 17 ára stúlka, Laura Hatch, hafi lifað af að vera föst í bílflaki, illa slösuð, í átta daga. Foreldrar stúlkunnar, sem búsett er í Washington ríki, voru farnir að trúa því að hún væri látin og lögreglan taldi að hún hefði hlaupist á brott. Hún fannst hins vegar í bílflaki sínu, 60 metra ofan í gljúfur. 12.10.2004 00:01
Kydland þekktur fyrir stefnumótun Finn E. Kydland, sem deildi í gær Nóbelsverðlaununum í hagfræði með bandarískum starfsbróður, er hvað þekktastur fyrir áherslur sínar á mikilvægi langtíma stefnumótun í ríkisfjármálum, í stað geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna á hverjum tíma. Hann er þriðji norðmaðurinn, sem hlýtur hagfræðiverðlaunin á þrjátíu og fimm árum. 12.10.2004 00:01
Búnaður til kjarnavopna hvarf Búnaður og hráefni sem hægt hefði verið að nota til að smíða kjarnorkuvopn, hafa horfið í Írak eftir árás bandamanna á landið í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum Sameinuðu Þjóðanna. Heilu byggirnar, sem hýstu búnaðinn, eru horfnar án þess að það hafi verið tilkynnt til samtakanna. 12.10.2004 00:01
Hópsjálfsmorð rannsökuð Lögreglan í Japan rannsaknar nú hópsjálfsmorð níu einstaklinga. Um svokallað net-sjálfsmorð er að ræða, þar sem hópur sem kynnist á netinu ákveður að fremja sjálfsmorð saman. Lögreglan segir jafnframt að frá árinu 2003 hafi 34 slík sjálfsmorð komið til þeirra kasta. 12.10.2004 00:01
Tyrkirnir 10 komnir heim Tíu tyrkneskir gíslar, sem var sleppt á sunnudag, komu til Bagdad í morgun, frjálsir ferða sinna. Þeir vinna hjá tyrknesku byggingafyrirtæki í írak, sem ætlar að halda starfssemi sinni áfram þrátt fyrir mannránin. Gíslarnir voru vel á sig komnir við komuna til Bagdad. 12.10.2004 00:01
Lík Bigleys utan við suður-Baghdad Líki breska gíslsins Kenneths Bigley var komið fyrir rétt utan við suðurhluta Bagdad, segja heimildir Reuters fréttastofunnar meðal uppreisnarmanna í Írak. Líkið hefur ekki fundist. Bigley var hálshöggvin síðastliðinn fimmtudag og myndband af aftökunni sent arabískri sjónvarpsstöð. 12.10.2004 00:01
Þóttist vera lýtalæknir Lögreglan í Flórída hefur handtekið eftirlýstan mann sem þóttist vera lýtalæknir og deyfði sjúklinga sína með dýralyfjum og setti brjóst í skálastærð C á karlkyns vaxtaræktarmann, sem hafði óskað eftir stærri brjóstkassa. 12.10.2004 00:01
Útbúnaður til kjarnavopna horfinn Útbúnaður til að búa til kjarnavopn hefur horfið frá Írak eftir að innrásin var gerð, segja vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafa lagt ýmsar hömlur á starf eftirlitsmanna frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni í Írak, og verða þeir að treysta á gervihnattamyndir og aðrar heimildir. 12.10.2004 00:01
11 al-Qaeda liðar hafa horfið Að minnsta kosti ellefu grunaðir al-Qaida liðar hafa horfið meðan þeir hafa verið í varðhaldi í Bandaríkjunum, og sumir hafa verið pyntaðir, að sögn mannréttindasamtaka. 12.10.2004 00:01
Kerry heldur forskotinu John Kerry heldur forskoti sínu á George Bush, samkvæmt nýrri skoðanakönnun CNN sjónvarpsstöðvarinnar, dagblaðsins USA Today og Gallup. Munurinn er þó ekki nema eitt prósent, auk þess sem Bush hefur fleiri kjörmenn á bak við sig samkvæmt könnunum frá því í gær, sem er jú það sem öllu máli skiptir. 12.10.2004 00:01
Berlusconi ósáttur við ákvörðun Sylvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kennir vinstrisinnuðum áróðri um að sínum manni hafi verið hafnað í starf yfirmanns Mannréttindanefndar Evrópusambandsins. Mannréttindanefnd ESB hafnaði naumlega Ítalanum Rocco Buttiglione í starfið í gær og segir Berlusconi að áróðurstríði vinstri manna sé um að kenna. 12.10.2004 00:01
Bush og Kerry hrósa Reeve Forsetaframbjóðendurnir George Bush og John Kerry fara báðir fögrum orðum um leikarann Christopher Reeve, sem lést í gær. Bush sagði í gær að ofurmaðurinn fyrrverandi hefði verið tákngervingur hugrekkis, jákvæðni og ákveðni og það væri ekki að ástæðulausu að hann hefði verið fyrirmynd milljóna manna. 12.10.2004 00:01
Lukashenko vill 3. kjörtímabilið Hvít-Rússar kjósa nú um það hvort forseti landsins skuli sitja sitt þriðja kjörtímabil. Kosningarnar sjálfar fara fram á sunnudaginn, en þeir íbúar landsins sem ekki eiga heimakvæmt á kjörstað þá kjósa í dag. 12.10.2004 00:01
Yukos þarf að selja Yfirvöld í Rússlandi hyggjast fá yfirmenn Yukos olíufyrirtækisins til þess að selja hluta fyrirtækisins svo því reynist unnt að greiða 8 milljarða dollara skuld sína. Ekki hefur fengið staðfest hver kaupandinn verður, en búist er við að hugmyndin sé að koma þeim hluta fyrirtækisins sem seldur verður aftur undir hendur hins opinbera. 12.10.2004 00:01
Olían enn á uppleið Metverð á Olíu er í dag, sjötta daginn í röð. Á hádegi var verðið á olífatinu í Bandaríkjunum komið yfir 54 dollara í fyrsta sinn og í Bretlandi kostaði fatið 51 og hálfan dollara á sama tíma. Olíverð hefur hækkað um 66% á heimsmarkaði á þessu ári og er hætt við því að það haldi áfram að hækka á meðan olíuverkfallið í Nígeríu stendur yfir. 12.10.2004 00:01
Nýr Ormur á MSN Ormur sem dreifir sér um MSN Messenger skyndiskilaboðaþjónustuna er kominn á kreik og reynir að koma notendum í samband við asískar klámsíður. Ormurinn kallast "Funner" 12.10.2004 00:01
Bandaríkjamenn sigra í tölvumóti Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi á fjórða heimsmeistaramótinu í tölvuleikjum, World Cyber Games, sem haldið var í San Francisco um helgina. Keppt var í "Counter Strike" og Team 3-D frá Bandaríkjunum vann úrslitaviðureignina við liðið Titans frá Danmörku. Verðlaunaféð nam 50 þúsund dölum. 12.10.2004 00:01
Ísland frjálsast og ríkast Íslendingar eru frjálsasta og ríkasta fólk í heimi, af því þeir skilja að smátt er fagurt og hafa staðið fyrir utan Evrópusambandið, segir breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Daniel Hannan er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga breska íhaldsflokksins, og einn leiðarahöfunda stórblaðsins Daily Telegraph. 12.10.2004 00:01
Tyrkirnir 10 látnir lausir Tíu tyrkneskir gíslar sem voru í haldi andspyrnumanna í Írak voru látnir lausir í dag. Að minnsta kosti þrjátíu og þrír erlendir gíslar hafa verið myrtir í Írak á síðustu sex mánuðum. Gíslarnir tíu hafa verið í haldi mannræningja í 38 daga, sem hótuðu að taka þá af lífi ef byggingafyrirtækið sem þeir vinna hjá hætti ekki starfsemi í Írak. 12.10.2004 00:01
Hópsjálfsmorð skipulagt á netinu Níu manns hafa fundist látnir í Japan, eftir það sem virðist vera hópsjálfsmorð, skipulagt á Netinu. Sjálfsmorðstíðni í Japan er með því hæsta sem gerist í heiminum. Í Japan er að finna fjöldan allan af vefsíðum fyrir fólk í sjálfsmorðshugleiðingum. Talið er að fólkið hafi kynnst í gegnum slíka síðu. 12.10.2004 00:01
Fjöldasjálfsmorð í Japan Níu ungir Japanar frömdu sjálfsmorð eftir að hafa kynnts á sjálfsmorðssíðu á Netinu. Þrýst er á japönsk yfirvöld að loka slíkum síðum. Ríflega 34 þúsund Japanar frömdu sjálfsmorð í fyrra. 12.10.2004 00:01
Lofa að smíða ekki kjarnavopn Íranar hétu Evrópuþjóðum því í gær að ef Evrópubúar létu þá í friði varðandi framleiðslu á kjarnorku myndu þeir lofa því að smíða ekki kjarnorkusprengju. Evrópsk og bandarísk yfirvöld veltu því fyrir sér hvort fara mætti aðra leið, hvort réttast væri að greiða Írönum fyrir að hætta framleiðslu á kjarnorku. 12.10.2004 00:01
Geislavirkni minnkar Geislavirkni á norðurskautssvæðinu fer nú minnkandi, mörgum árum eftir að Sovétmenn hættu að stunda kjarnorkutilraunir ofanjarðar og kjarnorkuslysið varð í Tsjernóbyl 1986. 12.10.2004 00:01
Afríka illa rekin Afríkubúar gáfu ríkisstjórnum í 28 löndum heimsálfunnar slæma einkunn í opinberum rekstri í könnun sem gerð var meðal 50 þúsund fjölskyldna og tvö þúsund sérfræðinga. Könnunin var unnin fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna og er sú fyrsta sinnar tegundar. 12.10.2004 00:01
Samskiptin versna ef Bush vinnur Hætt er við því að samskiptin milli Evrópu og Bandaríkjanna versni enn, verði Bush endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Á hinn bóginn myndi kosning Kerrys geta bætt andrúmsloftið til muna. Þetta segir franskur blaðamaður og háskólakennari, sem staddur er hér á landi. 12.10.2004 00:01
40 dagar liðnir Í dag lauk formlegu fjörtíu daga sorgartímabili vegna fórnarlamba hryðjuverkanna í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi. Óttast er að átök kunni að blossa upp í bænum í kjölfarið. 340 létust í hryðjuverkunum, þar af helmingurinn börn. Í dagv var þögn í Beslan til þess að minnast atburðanna, kerti mátti víða sjá og blóm voru lögð í skólastofur. 12.10.2004 00:01
Innrásin ýtti undir hryðjuverk Innrásin í Írak gróf undan stríðinu gegn hryðjuverkum og ýtti undir uppgang margra hryðjuverkahópa. Þetta er niðurstaða Jaffee-herfræðistofnunarinnar við Tel Aviv-háskóla í Ísrael. Stofnunin er ein helsta hugmyndaveita Ísraela í varnarmálum. 12.10.2004 00:01
Eftirlaunin í hættu Breska eftirlaunakerfið er ekki í takt við raunveruleikann og hefur í för með sér að margir kunna að búa við fátækt þegar þeir fara á eftirlaun á næstu áratugum. Þetta er niðurstaða nefndar á vegum breskra stjórnvalda sem hefur kannað eftirlaunakerfið og framtíð breskra launþega þegar þeir fara á eftirlaun. 12.10.2004 00:01
Spánverji þjálfaði hryðjuverkamenn Spænska lögreglan telur að Spánverji að nafni Emilio Suarez Trashorras, sem er fyrrum námaverkamaður, hafi þjálfað hryðjuverkamenn í notkun sprengiefna áður en þeir gerðu árásir í Madríd sem kostuðu 191 mann lífið. 12.10.2004 00:01
Þjófar rændu minningarbókinni Þjófar stálu bók sem vegfarendur höfðu ritað samúðarkveðjur í til fjölskyldu Kenneths Bigley. Minningarbókin lá frammi í mosku í Birmingham ásamt mynd af Bigley, sem myrtur var af gíslatökumönnum í Írak, kertum og samúðarkortum. Öllu þessu var stolið. 12.10.2004 00:01
Lík fannst í legreit mafíunnar Lögreglan í New York fann á dögunum lík á yfirgefinni lóð sem hefur um langt árabil verið kölluð grafreitur mafíunnar vegna gruns manna um að þar hafi verið grafin lík manna sem glæpaforinginn John Gotti lét myrða. 12.10.2004 00:01
Clinton í kosningabaráttuna Bandarískir kjósendur mega eiga von á símtali frá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeim gefst reyndar ekki mikið færi á að rökræða við Clinton því símtalið verður upptaka Clintons þar sem hann hvetur fólk til að kjósa flokksbróður sinn, demókratann John Kerry, í forsetakosningunum í nóvember. 12.10.2004 00:01
Kjarnorkubúnaður í Írak horfinn Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, lýsti áhyggjum af því við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að búnaður sem nota má til gerðar kjarnorkuvopna er horfinn af þeim stöðum sem hann var geymdur á í Írak. ElBaradei sagði að ekki væri nóg með að búnaðurinn væri horfinn heldur líka þær byggingar sem hann var geymdur í. 12.10.2004 00:01
Rændu hálfum milljarði úr banka Tveir starfsmenn grísks banka hafa verið handteknir sakaðir um að hafa stolið andvirði um hálfs milljarðs króna úr bankanum. Annar starfsmaðurinn komst yfir lykla og lykilorð að fjárhirslum bankans og hinn, sem var öryggisvörður í bankanum, slökkti á þjófavarnakerfinu eina nóttina svo þeir gætu rænt öllu því fé sem þeir gátu borið í fjárhirslunum. 12.10.2004 00:01
Skiptst á þungum höggum Vinir George W. Bush Bandaríkjaforseta í olíuiðnaðinum hafa hagnast á hækkandi olíuverði meðan hækkunin bitnar harkalega á neytendum, sagði John Kerry, forsetaefni demókrata á framboðsfundum í gær, degi fyrir síðustu kappræður hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta sem fram fara í kvöld.<font face="Helv"></font> 12.10.2004 00:01
Hóta að framlengja verkfallið Allsherjarverkfallið í Nígeríu sem hófst á mánudag og á að standa í fjóra daga verður hugsanlega framlengt ef stjórnvöld neita að íhuga kröfur verkalýðsfélaga eða ofbeldi brýst út, sagði helsti forystumaður verkfallsmanna. Fyrirhugað var að endurtaka verkfallið eftir þrjár vikur ef ekki verður gengið að kröfum verkfallsmanna um lægra bensínverð. 12.10.2004 00:01
Sharon hættir ekki Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hafnaði í morgun ráðleggingum herhöfðingja sinna um að draga herinn frá flóttamannabúðum Palestínumanna á Gazaströndinni. Heimildir Reuters fréttastofunnar segja að Sharon vilji ekki sýna nein veikleikamerki í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Egyptalandi í síðustu viku, þar sem á fjórða tug manna féllu og annað hundrað slösuðust, flestir ísraelskir ferðamenn. 11.10.2004 00:01
Bretar hræddastir við köngulær Bretar eru hræddari við köngulær en hryðjuverkaárásir, samkvæmt nýrri könunn þar í landi, þar sem þúsund manns voru spurðir hvað hræddi þá mest. Fyrir utan köngulær og hryðjuverkaárásir eru snákar og mikil hæð það sem fólk á Bretlandseyjum er smeykast við. 11.10.2004 00:01
ÖSE segir kosningar löglegar Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir forsetakosningjarnar í Afganistar löglegar, og sér enga ástæðu til að ógilda þær. Meirihluti mótframbjóðenda Hamids Karzai, núverandi forseta, sem sigraði með nokkrum yfirburðum, sakaði stuðningsmenn hans um svik og drógu nokkrir framboð sín til baka. Þeir hafa nú flestir dregið í land með gagnrýni sína. 11.10.2004 00:01
15 handteknir í Egyptalandi Fimmtán hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásanna í Egyptalandi í síðustu viku, þar sem á fjórða tug manna lést. Karlmaður hefur játað að hafa selt sprengiefni rétt fyrir árásirnar. 11.10.2004 00:01
Kydland og Prescott fá Nóbel Nóbelsverðlaunin í hagfræði falla í skaut Norðmannsins Finns Kydland og Edwards Prescott frá Bandaríkjunum. Þeir hljóta verðlaunin fyrir skýringar sínar á því hvernig viðskipti eru drifin áfram af breytingum í efnahagsstjórn og tæknibreytingum. Þeir skipta á milli sín tæplega hundrað milljóna króna verðlaunafé. 11.10.2004 00:01
Verkfall í Nígeríu Fjögurra daga allsherjarverkfall er hafið í Nígeríu, sem er stærsti olíuframleiðandi Afríku. Þess er krafist að 25% hækkun á verði olíu verði dregin til baka, en olía hefur verið niðurgreidd til íbúa landsins, sem lifa margir í sárri fátækt. Verkfallið er ein ástæða þess að olíuverð á heimsmarkaði hefur hækkað svo mikið sem raun ber vitni undanfarið. 11.10.2004 00:01
Banni aflétt? Bretar segjast tilbúnir í viðræður um að aflétta vopnasölubanni á Kína, sem Evrópusambandið setti árið 1989. Frakkar hafa þrýst mjög á að banninu, sem þeir segja barn síns tíma, verði aflétt og höfðu vonast til þess að árangur í þá veru náist á ráðstefnu Evrópu- og Asíuríkja sem fór fram í Vietnam um helgina. 11.10.2004 00:01
10 gíslum sleppt 10 tyrkneskum gíslum, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak síðan í september, hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir voru allir starfsmenn tyrknesks byggingarfyrirtækis, sem vann verkefni fyrir bráðbirgðarstjórnina í Írak. 11.10.2004 00:01
Yusuf kjörinn forseti Sómalíu Hershöfðinginn Abdullahi Yusuf var í gær kjörinn forseti Sómalíu. Yusuf notaði tækifærið í sinni fyrstu ræðu til þess að kalla eftir hjálp alþjóðasamfélagsins við að uppræta hryðjuverkasamtök í landinu og draga úr fátækt. Hálfgerður anarkismi ríkir í Sómalíu, enda er löggæsla í landinu í molum og hafa yfir hundrað þúsund manns látist í átökum í landinu undanfarinn áratug. 11.10.2004 00:01