Erlent

Kydland þekktur fyrir stefnumótun

Finn E. Kydland, sem deildi í gær Nóbelsverðlaununum í hagfræði með bandarískum starfsbróður, er hvað þekktastur fyrir áherslur sínar á mikilvægi langtíma stefnumótun í ríkisfjármálum, í stað geðþóttaákvarðana stjórnmálamanna á hverjum tíma. Hann er þriðji norðmaðurinn, sem hlýtur hagfræðiverðlaunin á þrjátíu og fimm árum. Kydland er sagður höfundur vaxtastefnu norska seðlabankans og verklags við ávöxtun og nýtingu olíusjóðs Norðmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×