Erlent

Nýr Ormur á MSN

Ormur sem dreifir sér um MSN Messenger skyndiskilaboðaþjónustuna er kominn á kreik og reynir að koma notendum í samband við asískar klámsíður. Ormurinn kallast "Funner" og nái hann að sýkja tölvuna reynir hann að dreifa sér til allra þeirra sem viðkomandi notandi er í samskiptum við á MSN-inu. Einnig reynir ormurinn að tengjast 937 ólíkum vefsíðum sem flestar eru asískar klámsíður. Annars gerir ormurinn víst engan stóran óskunda og auðvelt er að koma honum fyrir kattarnef.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×