„Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2025 11:21 Ingibjörg Einarsdóttir hefur hrundið af stað söfnun fyrir Maríu vinkonu sína, sem missti unglingsdóttur sína í bílslysi í Suður-Afríku í liðinni viku. Báðar hafa sent syni sína í meðferð til Suður-Afríku. Vísir Viðbrögð við söfnun fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar, sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag, hafa verið góð. Skipuleggjandi söfnunarinnar segir harminn ólýsanlegan og hvetur fólk til að leggja hönd á plóg til að létta undir með móðurinni. Greint var frá því um helgina að Íslendingarnir sem létust í umferðarsylsi í Suður-Afríku í liðinni viku eftir að fólksbíll lenti saman við flutningabíl, hefðu verið þar að heimsækja íslenskan dreng í fíknimeðferð. Systir drengsins og föðuramma létust í slysinu en faðir hans liggur þung haldinn á sjúkrahúsi. María verið hennar klettur María Ericsdóttir, móðir barnanna, hélt út á föstudag og hratt Ingibjörg Einarsdóttir vinkona hennar, sem einnig á dreng í meðferð í Suður-Afríku, af stað söfnun fyrir Maríu í gær. „Bara til þess að reyna að létta undir með Maríu minni eins mikið og ég get. Hún hefur staðið með mér í mínu eins og klettur og hjálpað mér að leita að mínum dreng þegar hún stóð í sömu sporum með sinn. Þetta er bara til að geta tryggt áframhaldandi meðferð hjá drengnum og koma stúlkunni heim,“ segir Ingibjörg og bætir við að María eigi skilið alla þá hjálp sem fólk geti boðið henni. „Þó svo það lagi ekkert þannig, þetta minnkar ekki sársaukann en þetta líklega léttir henni lífið. Mig langar að hvetja alþjóð til að taka saman höndum og styðja við hana.“ Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikninginn: Rknr. 2200-26-095108, Kt. 241178-4049 Þyngra en tárum taki Viðbrögðin hafa verið mikil og góð og Facebook-færslu um söfnunina, sem birt var í gær, verið deilt yfir þúsund sinnum. „Ég hef bara aldrei upplifað annan eins harm á ævinni og er maður nú búinn að ganga í gegnum ýmislegt. Þetta hefur verið ólýsanlegt,“ segir Ingibjörg. „Þetta er þyngra en tárum taki og þvílíka áfallið sem þetta er, vitandi það að þau voru á leiðinni að heimsækja son sinn og bróður með jólagjafir og afmælisgjafir drengjanna í bílnum.“ Þetta hafi verið mikið áfall fyrir drengina alla. Ingibjörg þakkar Guði fyrir að þeir séu í meðferð þarna úti, þar sem haldið sé sérstaklega vel utan um þá. „Þeir eru í öruggum höndum og í höndum fagfólks, til allrar hamingju. Ég er fegin að þeir séu inni á meðferðarstofnun þarna en ekki hérna heima lendandi í þessu áfalli.“ Suður-Afríka Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Vinkona móður stúlkunnar, sem og bróður hennar hvern hún var að heimsækja, stendur fyrir söfnuninni. 21. desember 2025 23:29 Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 19. desember 2025 12:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Greint var frá því um helgina að Íslendingarnir sem létust í umferðarsylsi í Suður-Afríku í liðinni viku eftir að fólksbíll lenti saman við flutningabíl, hefðu verið þar að heimsækja íslenskan dreng í fíknimeðferð. Systir drengsins og föðuramma létust í slysinu en faðir hans liggur þung haldinn á sjúkrahúsi. María verið hennar klettur María Ericsdóttir, móðir barnanna, hélt út á föstudag og hratt Ingibjörg Einarsdóttir vinkona hennar, sem einnig á dreng í meðferð í Suður-Afríku, af stað söfnun fyrir Maríu í gær. „Bara til þess að reyna að létta undir með Maríu minni eins mikið og ég get. Hún hefur staðið með mér í mínu eins og klettur og hjálpað mér að leita að mínum dreng þegar hún stóð í sömu sporum með sinn. Þetta er bara til að geta tryggt áframhaldandi meðferð hjá drengnum og koma stúlkunni heim,“ segir Ingibjörg og bætir við að María eigi skilið alla þá hjálp sem fólk geti boðið henni. „Þó svo það lagi ekkert þannig, þetta minnkar ekki sársaukann en þetta líklega léttir henni lífið. Mig langar að hvetja alþjóð til að taka saman höndum og styðja við hana.“ Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikninginn: Rknr. 2200-26-095108, Kt. 241178-4049 Þyngra en tárum taki Viðbrögðin hafa verið mikil og góð og Facebook-færslu um söfnunina, sem birt var í gær, verið deilt yfir þúsund sinnum. „Ég hef bara aldrei upplifað annan eins harm á ævinni og er maður nú búinn að ganga í gegnum ýmislegt. Þetta hefur verið ólýsanlegt,“ segir Ingibjörg. „Þetta er þyngra en tárum taki og þvílíka áfallið sem þetta er, vitandi það að þau voru á leiðinni að heimsækja son sinn og bróður með jólagjafir og afmælisgjafir drengjanna í bílnum.“ Þetta hafi verið mikið áfall fyrir drengina alla. Ingibjörg þakkar Guði fyrir að þeir séu í meðferð þarna úti, þar sem haldið sé sérstaklega vel utan um þá. „Þeir eru í öruggum höndum og í höndum fagfólks, til allrar hamingju. Ég er fegin að þeir séu inni á meðferðarstofnun þarna en ekki hérna heima lendandi í þessu áfalli.“
Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikninginn: Rknr. 2200-26-095108, Kt. 241178-4049
Suður-Afríka Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Vinkona móður stúlkunnar, sem og bróður hennar hvern hún var að heimsækja, stendur fyrir söfnuninni. 21. desember 2025 23:29 Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 19. desember 2025 12:18 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir fjölskyldu íslensku stúlkunnar sem lést í bílslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Vinkona móður stúlkunnar, sem og bróður hennar hvern hún var að heimsækja, stendur fyrir söfnuninni. 21. desember 2025 23:29
Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Bústaðakirkja hefur ákveðið að opna kirkjuna vegna alvarlegs bílslyss sem Íslendingar lentu í í Suður-Afríku á miðvikudag. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Bústaðakirkju, segir það gert í samráði við fjölskylduna. Kirkjan verður opin frá og með klukkan 14 í dag. 19. desember 2025 12:18