Erlent

Bretar hræddastir við köngulær

Bretar eru hræddari við köngulær en hryðjuverkaárásir, samkvæmt nýrri könunn þar í landi, þar sem þúsund manns voru spurðir hvað hræddi þá mest. Fyrir utan köngulær og hryðjuverkaárásir eru snákar og mikil hæð það sem fólk á Bretlandseyjum er smeykast við. Hræðsla við dauðann kemur þar á eftir, rétt á undan hræðslu við tannlæknaheimsóknir og ótta við sprautunálar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×