Erlent

Ísland frjálsast og ríkast

Íslendingar eru frjálsasta og ríkasta fólk í heimi, af því þeir skilja að smátt er fagurt og hafa staðið fyrir utan Evrópusambandið, segir breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Daniel Hannan er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howard, leiðtoga breska íhaldsflokksins, og einn leiðarahöfunda stórblaðsins Daily Telegraph. Hann var á ferð á Íslandi fyrir skömmu og ritar nú grein um Ísland í the Spectator í dag, undir fyrirsögninni "Bláeygðir olíufurstar". Þar segir hann að Ísland sé nú ríkasta land Evrópu, íslenskir kaupmenn séu að fjárfesta um allt Bretland eins og olíufurstar, því hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk á síðustu tíu árum. Ástæðan? Jú, Íslendingar skilja að smátt er fagurt - og hafa staðið utan við Evrópusambandið - sjálfstæðið sé þeim mikilvægt, þeir geti nýtt sér frjálsan markað án þess að missa stjórn á auðlindum sínum og lenda í reglugerðarveldi Evrópusambandsins, og bókstaflega velti sér upp úr peningum. Hannan vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - og kastað þeirri hugmynd að svo voldug þjóð sé of smá til að standa utan við Evrópusambandið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×