Erlent

Spánverji þjálfaði hryðjuverkamenn

Spænska lögreglan telur að Spánverji að nafni Emilio Suarez Trashorras, sem er fyrrum námaverkamaður, hafi þjálfað hryðjuverkamenn í notkun sprengiefna áður en þeir gerðu árásir í Madríd sem kostuðu 191 mann lífið. Trashorras er þegar í fangelsi. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa séð hryðjuverkamönnunum fyrir sprengiefni. Hann hefur áður komist í kast við lögregluna vegna fíkniefna og ólöglegrar vopnaeignar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×