Erlent

Berlusconi ósáttur við ákvörðun

Sylvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, kennir vinstrisinnuðum áróðri um að sínum manni hafi verið hafnað í starf yfirmanns dómsmálanefndar Evrópusambandsins. Mannréttindanefnd ESB hafnaði naumlega Ítalanum Rocco Buttiglione í starfið í gær og segir Berlusconi að áróðurstríði vinstri manna sé um að kenna. Vinstri menn á Ítalíu eru þó ekki þeir einu sem gagnrýnt hafa Buttiglione, enda er hann í meira lagi íhaldssamur og telur til að mynda samkynhneigð synd og að tilgangur hjónabands fyrir konur sé að eignast börn og njóta verndar manna sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×