Erlent

Hópsjálfsmorð rannsökuð

Lögreglan í Japan rannsaknar nú hópsjálfsmorð níu einstaklinga. Um svokallað net-sjálfsmorð er að ræða, þar sem hópur sem kynnist á netinu ákveður að fremja sjálfsmorð saman. Lögreglan segir jafnframt að frá árinu 2003 hafi 34 slík sjálfsmorð komið til þeirra kasta. Um tvö slík tilfelli er að ræða en lögreglan getur ekki sagt til um það á þessari stundu hvort þau tengist með einhverjum hætti. Annars vegar fundust sjö látnir í bíl sem lagt var við fjallsrætur nálægt Tókýó og hins vegar tvær konur í örðum bíl, en þau höfðu öll kafnað vegna koltvísýringseitrunar. Einn þeirra látnu hafði sent vini sínum netpóst stuttu áður þar sem hann tilkynnti fyrirætlanir sínar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×