Erlent

Bandaríkjamenn sigra í tölvumóti

Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi á fjórða heimsmeistaramótinu í tölvuleikjum, World Cyber Games, sem haldið var í San Francisco um helgina. Keppt var í "Counter Strike" og Team 3-D frá Bandaríkjunum vann úrslitaviðureignina við liðið Titans frá Danmörku. Verðlaunaféð nam 50 þúsund dölum. Mótið stóð yfir í fimm daga og það var í fyrsta sinn haldið utan Suður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×